„Þetta er kerfisstjórn“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 20:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að „pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra nú í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina ekki vera ríkisstjórn stórra ákvarðana og sömuleiðis sé hún ekki umbótastjórn. „Þetta er kerfisstjórn,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „En réttlætingin er sú að kalla þetta stöðugleikastjórn sem vilji ekki takast á við stór pólitísk álitamál. Hún ætlar að útdeila peningum í núverandi kerfi og láta svo kerfið um að stjórna.“ Sigmundur byrjaði ræðu sína á því að hrósa Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sérstaklega fyrir að hafa unnið mikið þrekvirki. Henni hafi tekist að beygja bakland eigin flokks til að starfa með Sjálfstæðisflokknum og það væri mikið þrekvirki. Þá notaði hann tækifærið einnig til þess að skjóta á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Það er óþarfi að hrósa ráðherranum sérstaklega fyrir að ná þriðja flokknum með enda hafði hann, eins og ráðherrann vissi, auglýst sig á brunaútsölu frá því eftir þar síðustu kosningar.“ Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn virtist ekki hafa fengið nein af sínum sérstöku kosningamálum inn í stjórnarsáttmálann. Sömu sögu væri að segja af Sjálfstæðisflokknum.Sendi Sigurði og Bjarna tóninn Sigmundur sagði þá Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson, formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, telja sjálfa sig best fallna til þess að tryggja pólitískan stöðugleika hér á landi. Þrátt fyrir að þeir hefðu áður setið í ríkisstjórn með þrettán þingmanna meirihluta og gefist upp á henni. „Stjórn sem hafði skilað mesta og hraðasta efnahagslega viðsnúningi sem sést hefur. Stjórn sem var að vinna að gríðarlega stórum hagsmunamálum þjóðarinnar. Þegar þeir gáfust upp.“ Þar var Sigmundur að rifja upp þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var slitið í kjölfar þess að í ljós kom að fjölskylda Sigmundar, sem þá var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti eigur í skattaskjóli. „Við skulum rifja upp fyrir hverjum þeir félagar gáfust upp. Þeir gáfust upp fyrir nákvæmlega sömu vinstri græningjum og þeir liggja nú flatir fyrir í stjórnarsamstarfi.“Það þarf að róa Sigmundur sagði einnig að á næstunni myndum við eflaust „heyra áframhaldandi frasaflóð til að réttlæta tilvist þessarar ríkisstjórnar“. Stjórnmál ættu þó ekki bara að snúast um að segja hluti sem hljómi vel og eftirláta kerfi rekstur samfélagsins. Stjórnmál snerust um að stjórna. „Að þora að taka ákvarðanir, leggja sig undir og taka afleiðingunum og gera þetta allt sem fulltrúi kjósenda en ekki sem eigandi vinstrafylgis eða hægrafylgis. Það dugar ekki að sitja bara kyrr til að forðast að rugga bátnum. Það þarf líka að róa. Það þarf að taka ákvarðanir.“ Að lokum óskaði Sigmundur ríkisstjórninni velfarnaðar í því að taka stórar ákvarðanir sem nýtast munu samfélaginu vel og að taka leiðsögn og ábendingum um hvernig gera mætti hlutina betur. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að „pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra nú í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina ekki vera ríkisstjórn stórra ákvarðana og sömuleiðis sé hún ekki umbótastjórn. „Þetta er kerfisstjórn,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „En réttlætingin er sú að kalla þetta stöðugleikastjórn sem vilji ekki takast á við stór pólitísk álitamál. Hún ætlar að útdeila peningum í núverandi kerfi og láta svo kerfið um að stjórna.“ Sigmundur byrjaði ræðu sína á því að hrósa Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sérstaklega fyrir að hafa unnið mikið þrekvirki. Henni hafi tekist að beygja bakland eigin flokks til að starfa með Sjálfstæðisflokknum og það væri mikið þrekvirki. Þá notaði hann tækifærið einnig til þess að skjóta á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Það er óþarfi að hrósa ráðherranum sérstaklega fyrir að ná þriðja flokknum með enda hafði hann, eins og ráðherrann vissi, auglýst sig á brunaútsölu frá því eftir þar síðustu kosningar.“ Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn virtist ekki hafa fengið nein af sínum sérstöku kosningamálum inn í stjórnarsáttmálann. Sömu sögu væri að segja af Sjálfstæðisflokknum.Sendi Sigurði og Bjarna tóninn Sigmundur sagði þá Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson, formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, telja sjálfa sig best fallna til þess að tryggja pólitískan stöðugleika hér á landi. Þrátt fyrir að þeir hefðu áður setið í ríkisstjórn með þrettán þingmanna meirihluta og gefist upp á henni. „Stjórn sem hafði skilað mesta og hraðasta efnahagslega viðsnúningi sem sést hefur. Stjórn sem var að vinna að gríðarlega stórum hagsmunamálum þjóðarinnar. Þegar þeir gáfust upp.“ Þar var Sigmundur að rifja upp þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var slitið í kjölfar þess að í ljós kom að fjölskylda Sigmundar, sem þá var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti eigur í skattaskjóli. „Við skulum rifja upp fyrir hverjum þeir félagar gáfust upp. Þeir gáfust upp fyrir nákvæmlega sömu vinstri græningjum og þeir liggja nú flatir fyrir í stjórnarsamstarfi.“Það þarf að róa Sigmundur sagði einnig að á næstunni myndum við eflaust „heyra áframhaldandi frasaflóð til að réttlæta tilvist þessarar ríkisstjórnar“. Stjórnmál ættu þó ekki bara að snúast um að segja hluti sem hljómi vel og eftirláta kerfi rekstur samfélagsins. Stjórnmál snerust um að stjórna. „Að þora að taka ákvarðanir, leggja sig undir og taka afleiðingunum og gera þetta allt sem fulltrúi kjósenda en ekki sem eigandi vinstrafylgis eða hægrafylgis. Það dugar ekki að sitja bara kyrr til að forðast að rugga bátnum. Það þarf líka að róa. Það þarf að taka ákvarðanir.“ Að lokum óskaði Sigmundur ríkisstjórninni velfarnaðar í því að taka stórar ákvarðanir sem nýtast munu samfélaginu vel og að taka leiðsögn og ábendingum um hvernig gera mætti hlutina betur.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00
Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15
„Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent