Bandaríkin saka Írana um að útvega Hútum vopn Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 22:32 Nikki Haley á blaðamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Bandaríkin opinberuðu í dag hluta eldflauga sem Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði vera sönnun þess að Íranar útveguðu Hútum í Jemen vopn. Það væri bersýnilegt brot gegn kjarnorkusáttmálanum svokallaða og það væri einnig brot á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Annarri eldflauginni var skotið á loft frá Jemen í nóvember og á alþjóðlegan flugvöll í Sádi-Arabíu. Bandaríkin sýndu einnig hluta dróna og and-skriðdrekavopns sem Sádar eiga að hafa fundið í Jemen.Íranar neita því að útvega Hútum vopn og segja hinar meintu sannanir vera tilbúnar. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran sendi einnig frá sér tíst nú í kvöld þar sem hann birti mynd af Haley við hlið mynd af Colin Powell frá árinu 2003. Powell, sem var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hann staðhæfði að Bandaríkin vissu til þess að stjórnvöld Saddam Hussein byggju yfir efnavopnum í Írak. Skömmu seinna gerðu Bandaríkin innrás í Írak þar sem engin efnavopn fundust. Seinna kom í ljós að Írakar höfðu ekki framleitt efnavopn.When I was based at the UN, I saw this show and what it begat... pic.twitter.com/2sAsMB6o4m — Javad Zarif (@JZarif) December 14, 2017 Bandaríkin geta ekki sagt með vissu hvenær umrædd vopn voru flutt til Jemen og þar af leiðandi til Húta. Sömuleiðis er ekki vitað hvenær þeim var beitt. Haley sagðist þó fullviss um að vopnin hefðu komið frá Íran. „Þau voru framleidd í Íran, send frá Íran og gefin af Írönum,“ sagði Haley á blaðamannafundi í kvöld. Fyrir rúmum tveimur árum hófu Hútar uppreisn gegn stjórnvöldum Jemen. Sádar, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og önnur ríki hafa stutt stjórnvöld Jemen og Íranar hafa verið sakaðir um að styðja Húta. Hailey sagði í kvöld að sýning hennar væri liður í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að mynda bandalag til að berjast gegn auknum áhrifum Íran í Mið-Austurlöndum. Meðal þess sem Bandaríkin segja að sanni að vopnin komi frá Íran eru merki þarlendra vopnaframleiðenda og hönnun vopnanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30 Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10 Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fyrrverandi forseti Jemen sagður hafa verið drepinn Hútar í Jemen hafa greint frá því að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti landsins, hafi verið drepinn. 4. desember 2017 13:30
Sádar sagðir hafa fellt 26 borgara í Jemen Mannréttindasamtök hafa lengi sakað bandalag Sáda um að gera markvisst loftárásir gegn almennum borgurum og innviðum Jemen, eins og skóla, sjúkrahús og íbúðasvæði. 1. nóvember 2017 15:10
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00
Sádar saka Írani um berar árásir Krúnuprins Sádi-Arabíu segir að raun væri hægt að líta á það sem stríðsyfirlýsingu. 7. nóvember 2017 16:22