Fjármálaráðherra: Sjálfstæðisflokkurinn vill umfram allt bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira