Vill opna á samskipti til að forðast átök Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 20:13 Ja Song-nam, sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, var á fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/Getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“ Norður-Kórea Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“
Norður-Kórea Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira