Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2017 13:48 Í dag reyna deiluaðilar að ná saman. Vísir/Vilhelm „Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi og reyna að ná samningum áður en verkfallið skellur á en það á að hefjast klukkan sex á morgun. Fyrirséð er að það muni hafa áhrif á tugþúsundir farþega. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að flugvirkjar færu fram á tuttugu prósenta launahækkun í viðræðunum. Segir Sigurður Ingi að slík krafa verði að teljast nokkuð brött. „Ef það er rétt að menn séu að tala um tuttugu prósent hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og þessa framtíð launastrúktúrsins í landinu,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hefur gefið út að það sé ekki á dagskrá að setja lög til þess að koma í veg fyrir verkfallið. Ábyrgð deiluaðila sé þó skýr og hann treystir þeim til þess að komast að farsælli niðurstöðu. „Ég er bara sannfærður um það að þessir aðilar átti sig á sinni ábyrgð að það sé mikilvægt að hér á Íslandi geti verið efnahagslegur stöðugleiki og að allar stéttir landsins, þar með talið þær sem er í launadeilu í dag, geti unað viðunandi við sitt.“ Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi og reyna að ná samningum áður en verkfallið skellur á en það á að hefjast klukkan sex á morgun. Fyrirséð er að það muni hafa áhrif á tugþúsundir farþega. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að flugvirkjar færu fram á tuttugu prósenta launahækkun í viðræðunum. Segir Sigurður Ingi að slík krafa verði að teljast nokkuð brött. „Ef það er rétt að menn séu að tala um tuttugu prósent hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og þessa framtíð launastrúktúrsins í landinu,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hefur gefið út að það sé ekki á dagskrá að setja lög til þess að koma í veg fyrir verkfallið. Ábyrgð deiluaðila sé þó skýr og hann treystir þeim til þess að komast að farsælli niðurstöðu. „Ég er bara sannfærður um það að þessir aðilar átti sig á sinni ábyrgð að það sé mikilvægt að hér á Íslandi geti verið efnahagslegur stöðugleiki og að allar stéttir landsins, þar með talið þær sem er í launadeilu í dag, geti unað viðunandi við sitt.“
Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00