Lítið gert fyrir þá verst settu að mati formanns Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 20:44 Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir lítið gert fyrir þá verst settu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem að mestu sé eins og frumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra segir hins vegar að róttækar breytingar hafi átt sér stað í núverandi frumvarpi sem allar falli að því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði á Alþingi í dag til orða Katrínar Jakobsdóttur í eldhúsdagsumræðum í lok maí á þessu ári. Þar hafi hún sagt óviðunandi að stórir hópar byggju við kjör undir viðmiðunarmörkum. Fjárlagafrumvarp síðustu stjórnar hafi hún kallað sveltistefnu en framlag núverandi stjórnar væri 98 prósent eins og það fyrra. „Þó vissulega sé bætt tveimur prósentum í útgjöld ríkisins í nauðsynlegustu innviði er engin viðleitni til að bæta kjör þeirra sem eru í mestum vanda eða slá á vaxandi ójöfnuð. Þetta fólk hlýtur því að kalla þetta frumvarp sveltistefnu. Barnabætur hækka ekkert frá fyrra fjárlagafrumvarpi. Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin aukning vaxtabóta. Þær dragast saman um tvo milljarða. Húsnæðisbætur til leigjenda óbreyttar,“ sagði Logi meðal annars. Stjórn Öryrkjabandalags lýsti í dag gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið og skorar á þingheim að hækka óskertan lífeyri almannatrygginga verulega og afnema krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar. Logi spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin hygðist gripa til bráðaaðgerða vegna þessara hópa.Katrín sagði allar breytingar í fjárlagafrumvarpinu miða að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar ætti einnig eftir að koma betur í ljós þegar fjármálaáætlun til fimm ára yrði lögð fram næsta vor. „Það stendur til að fara í virkt samtal við þessa hópa og vinna hratt. Þannig að vonandi strax í þeirri fjármálaáætlun sem hér verður lögð fram í vor munum við hafa hugmynd um það hvert við erum að stefna með þær kerfisbreytingar sem ég tel að við háttvirtur þingmaður séum sammála um að þurfi að gera á örorkukerfinu. Þannig að við getum í senn hvatt til samfélagslegrar þátttöku en um leið tryggt þessum hópum mannsæmandi kjör, sem við og háttvirtur þingmaður erum algerlega sammála um að þarf að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira