Skráningar í VG tekið kipp eftir lyklaskiptin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2017 18:09 Skráningar í VG hafa tekið kipp eftir að Katrín Jakobsdóttir tók við embætti forsætisráðherra á fimmtudag. Vísir/Eyþór Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39