Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 09:00 Það verður seint sagt að Tindastóll hafi sýnt að liðið er meistaraefni þegar að það fékk rassskell á móti KR, 97-69, í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en með sigri hefði liðið skotist aftur á toppinn. Stólarnir hafa átt í bölvuðu basli með KR undanfarin ár en vesturbæjarliðið hefur ekki verið að sýna neinn glansbolta að undanförnu. Samt sem áður pakkaði það Stólunum saman og Sauðkrækingar fengu heldur betur að heyra það fyrir vikið. Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru sérfræðingar í 100. þætti Domino´s-Körfuboltakvölds í gær sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD eftir leikinn og þar voru Stólarnir afgreiddir. „KR er kryptonite Stólanna. Þetta er eins og með Superman. Þeir verða bara veikburða í kringum þetta KR-lið,“ sagði Jón Halldór og Kristinn greip orðið: „Þeir verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR. Það er bara svoleiðis. Punktur.“ Jón Halldór skaut á Stólana um daginn og sagði að þeir gætu ekki orðið Íslandsmeistarar. Þetta er sönnunin fyrir því, að hans sögn. „Þetta er risastórt spurningamerki fyrir Tindastólsliðið í heild sinni og alla þá sem að koma að þessu. Hvað þurfa þeir að gera til þess að yfirstíga þetta? Þeir þurfa að finna einhverja lausn,“ sagði hann. „Ég var skammaður um daginn fyrir að segja að þegar á hólminn er komið missa þeir saur eða drulla á bitann. Þetta er akkurat ástæðan. Mættu í þennan leik og drullastu til að vinna eða gera eitthvað. Sýndu mér að þú sért virkilega að fara að gera atlögu að titlinum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Það verður seint sagt að Tindastóll hafi sýnt að liðið er meistaraefni þegar að það fékk rassskell á móti KR, 97-69, í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en með sigri hefði liðið skotist aftur á toppinn. Stólarnir hafa átt í bölvuðu basli með KR undanfarin ár en vesturbæjarliðið hefur ekki verið að sýna neinn glansbolta að undanförnu. Samt sem áður pakkaði það Stólunum saman og Sauðkrækingar fengu heldur betur að heyra það fyrir vikið. Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru sérfræðingar í 100. þætti Domino´s-Körfuboltakvölds í gær sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD eftir leikinn og þar voru Stólarnir afgreiddir. „KR er kryptonite Stólanna. Þetta er eins og með Superman. Þeir verða bara veikburða í kringum þetta KR-lið,“ sagði Jón Halldór og Kristinn greip orðið: „Þeir verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR. Það er bara svoleiðis. Punktur.“ Jón Halldór skaut á Stólana um daginn og sagði að þeir gætu ekki orðið Íslandsmeistarar. Þetta er sönnunin fyrir því, að hans sögn. „Þetta er risastórt spurningamerki fyrir Tindastólsliðið í heild sinni og alla þá sem að koma að þessu. Hvað þurfa þeir að gera til þess að yfirstíga þetta? Þeir þurfa að finna einhverja lausn,“ sagði hann. „Ég var skammaður um daginn fyrir að segja að þegar á hólminn er komið missa þeir saur eða drulla á bitann. Þetta er akkurat ástæðan. Mættu í þennan leik og drullastu til að vinna eða gera eitthvað. Sýndu mér að þú sért virkilega að fara að gera atlögu að titlinum,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 97-69 | KR-ingar rassskelltu Stólana og komu í veg fyrir að þeir færu á toppinn KR-ingar, með fyrirliðann Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi, fóru illa með Tindastól í Vesturbænum í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld og unnu á endanum 28 stiga stórsigur, 97-69. Brynjar skoraði 33 stig í leiknum, öll í fyrstu þremur leikhlutunum. 4. desember 2017 22:00
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn