Endurgera og selja fræg plaköt úr kvikmyndasögunni Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. desember 2017 15:35 Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón. Bíó Paradís Kvikmyndahúsið Bíó Paradís gefur þessa dagana út kvikmyndaplaköt sem sækja innblástur í meistaraverk úr kvikmyndasögunni. Hönnunin er öll íslenskra hönnuða og listamanna og gefa þeir vinnu sína til styrktar verkefnisins. Um er að ræða söfnun sem fram fer á Karolinafund til styrktar Svörtum Sunnudögum og lýkur henni í kvöld. Svartir Sunnudagar eru verkefni sem þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón byrjuðu með á sínum tíma og eru þeir listrænir stjórnendur þess. Markmið Svartra Sunnudaga er að „halda úti metnaðarfullri kvikmyndadagskrá í menningarbíói Reykjavíkur.“Fjöldi listamanna leggur hönd á plóg Samantekt plakatanna ber heitið Almanak 2018 og eru listamennirnir sem skreyta það ekki af verri endanum. Það skreyta til að mynda Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari, Siggi Eggertsson grafískur hönnuður, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður, Örvar Smárason tónlistarmaður og ljóðskáld, auk fjölda annarra. Almanakið verður ekki sent út í pósti og verður einungis hægt að nálgast það í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 dagana 8.-22. desember. Hér má sjá plakötin sem um ræðir en hægt er að festa kaup á þessu vel heppnaða almanaki á vefsíðu Karolinafund.Hér að neðan má síðan sjá hvaða listamenn lögðu fram vinnu sína.Fargo Alexandra Baldursdóttir grafískur hönnuður og tónlistarmaður.FreaksSolveig Pásdóttir teiknari og rappari.The Adventures of Buckaroo BanzaiÓmar Hauksson grafískur hönnuður og hryllingsmyndasafnari.Blade RunnerÖrvar Smárason tónlistarmaður, ljóðskjáld og kvikmyndanemi.BrazilHugleikur Dagsson skopmyndateiknari, rithöfundur og grínisti.Edward Scissorhand / The Nighmare Before ChristmasLóa H Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður.Ferris Bueller's Day OffSigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla) tónlistarmaður og listamaður.Mad MaxGeoffrey Skywalker teiknari og fullt af öðrum hlutum.Saló, or The 120 Days of SodomÞrándur Þórarinsson málari sem er fastur á rangri öld.Pulp FictionAuður Ómars sjónrænn listamaður á brúninni.RobocopSiggi Eggertsson grafískur hönnuður með hjarta úr gulli.TrainspottingFriðrik Sólnes málari og ljóðskjáld. Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kvikmyndahúsið Bíó Paradís gefur þessa dagana út kvikmyndaplaköt sem sækja innblástur í meistaraverk úr kvikmyndasögunni. Hönnunin er öll íslenskra hönnuða og listamanna og gefa þeir vinnu sína til styrktar verkefnisins. Um er að ræða söfnun sem fram fer á Karolinafund til styrktar Svörtum Sunnudögum og lýkur henni í kvöld. Svartir Sunnudagar eru verkefni sem þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón byrjuðu með á sínum tíma og eru þeir listrænir stjórnendur þess. Markmið Svartra Sunnudaga er að „halda úti metnaðarfullri kvikmyndadagskrá í menningarbíói Reykjavíkur.“Fjöldi listamanna leggur hönd á plóg Samantekt plakatanna ber heitið Almanak 2018 og eru listamennirnir sem skreyta það ekki af verri endanum. Það skreyta til að mynda Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari, Siggi Eggertsson grafískur hönnuður, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður, Örvar Smárason tónlistarmaður og ljóðskáld, auk fjölda annarra. Almanakið verður ekki sent út í pósti og verður einungis hægt að nálgast það í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 dagana 8.-22. desember. Hér má sjá plakötin sem um ræðir en hægt er að festa kaup á þessu vel heppnaða almanaki á vefsíðu Karolinafund.Hér að neðan má síðan sjá hvaða listamenn lögðu fram vinnu sína.Fargo Alexandra Baldursdóttir grafískur hönnuður og tónlistarmaður.FreaksSolveig Pásdóttir teiknari og rappari.The Adventures of Buckaroo BanzaiÓmar Hauksson grafískur hönnuður og hryllingsmyndasafnari.Blade RunnerÖrvar Smárason tónlistarmaður, ljóðskjáld og kvikmyndanemi.BrazilHugleikur Dagsson skopmyndateiknari, rithöfundur og grínisti.Edward Scissorhand / The Nighmare Before ChristmasLóa H Hjálmtýsdóttir skopmyndateiknari og tónlistarmaður.Ferris Bueller's Day OffSigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla) tónlistarmaður og listamaður.Mad MaxGeoffrey Skywalker teiknari og fullt af öðrum hlutum.Saló, or The 120 Days of SodomÞrándur Þórarinsson málari sem er fastur á rangri öld.Pulp FictionAuður Ómars sjónrænn listamaður á brúninni.RobocopSiggi Eggertsson grafískur hönnuður með hjarta úr gulli.TrainspottingFriðrik Sólnes málari og ljóðskjáld.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira