Styrkja viðgerð Flateyjarbókar um fimm milljónir Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:48 Ríkisstjórn Íslands fundaði í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira