Gæti tekið þessa viku að skrifa stjórnarsáttmálann Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 18:30 Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira