Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum Aron Ingi Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2017 12:00 Mynd úr safni. vísir/vilhelm Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14
Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24
Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03