Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 14:40 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna segja ofbeldi yfirvalda í Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanma, gegn rohingjamúslimum vera þjóðernishreinsanir. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldisins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið „ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. Hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin grunna.Vísir/GraphicnewsHer Búrma hefur kennt vígahópum rohingjafólks um að hafa byrjað ofbeldisölduna með árásum á lögregluþjóna. Tillerson sagði hins vegar að engin ögrun gæti réttlætt þau ódæði sem herinn hefði framið. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga þá sem bæru ábyrgð á ódæðunum til ábyrgðar. Bandaríkin vilji rannsókn á ástandi og verði viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum mögulega beitt gegn Búrma.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Bandaríkjanna tekið sér langan tíma til að ákveða hvort að ódæði hersins gætu verið skilgreind sem þjóðernishreinsanir. Sameinuðu þjóðirnar komust að þeirri niðurstöðu í september.Sameinuðu þjóðirnar sögðu þá að aðgerðir hersins í Rhakine héraði væru „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausRohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja ofbeldi yfirvalda í Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanma, gegn rohingjamúslimum vera þjóðernishreinsanir. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldisins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið „ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. Hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin grunna.Vísir/GraphicnewsHer Búrma hefur kennt vígahópum rohingjafólks um að hafa byrjað ofbeldisölduna með árásum á lögregluþjóna. Tillerson sagði hins vegar að engin ögrun gæti réttlætt þau ódæði sem herinn hefði framið. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga þá sem bæru ábyrgð á ódæðunum til ábyrgðar. Bandaríkin vilji rannsókn á ástandi og verði viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum mögulega beitt gegn Búrma.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Bandaríkjanna tekið sér langan tíma til að ákveða hvort að ódæði hersins gætu verið skilgreind sem þjóðernishreinsanir. Sameinuðu þjóðirnar komust að þeirri niðurstöðu í september.Sameinuðu þjóðirnar sögðu þá að aðgerðir hersins í Rhakine héraði væru „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausRohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar.
Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07
Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00
Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00
Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“