Allir vilja fá samgöngumálin Aðalheiður Ámundadóttir og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 27. nóvember 2017 06:00 Fundarhöld stóðu yfir um helgina og er markmiðið að mynda stjórn fyrir vikulok. vísir/ernir Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. „Það eru nokkur óleyst mál sem við formenn munum ræða. Stefnan er að ljúka þeim eins og hægt er þannig að unnt sé að leggja málið fyrir flokksmenn síðar í vikunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðisins herma að allir flokkarnir þrír vilji fá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála í sinn hlut. Einkum eru það ráðherraefni úr landsbyggðarkjördæmunum sem hafa áhuga á þeim ráðherrastól. Þingflokkar flokkanna þriggja munu funda í dag og ræða næstu daga. Stefnt er að því að flokksstofnanir hvers flokks um sig komi saman í miðri viku til að ræða samstarfið. Áður en til þeirra funda kemur munu þingmenn flokkanna þó geta gefið athugasemdir við fyrirliggjandi samkomulag. Fái samstarfið grænt ljós frá flokksmönnum munu formenn flokkanna gera tillögu við þingflokka sína um hvaða ráðherraembætti falli í hlut hvers flokks. Ráðherraefnin munu því eigi liggja fyrir fyrr en afstaða flokksmanna liggur fyrir. Gangi allt eftir er stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Allt frá því hugmyndir um skiptingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti láku í fjölmiðla hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd með formlegum hætti, fyrr en nú á lokametrum viðræðnanna. Útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðherrastóla en Vinstri græn og Framsókn þrjá hvor. Heimildir Fréttablaðsins herma að sótt sé að Bjarna Benediktssyni að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái forseta þingsins fari svo að flokkurinn fái aðeins fimm ráðuneyti. Alþingi Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. „Það eru nokkur óleyst mál sem við formenn munum ræða. Stefnan er að ljúka þeim eins og hægt er þannig að unnt sé að leggja málið fyrir flokksmenn síðar í vikunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðisins herma að allir flokkarnir þrír vilji fá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála í sinn hlut. Einkum eru það ráðherraefni úr landsbyggðarkjördæmunum sem hafa áhuga á þeim ráðherrastól. Þingflokkar flokkanna þriggja munu funda í dag og ræða næstu daga. Stefnt er að því að flokksstofnanir hvers flokks um sig komi saman í miðri viku til að ræða samstarfið. Áður en til þeirra funda kemur munu þingmenn flokkanna þó geta gefið athugasemdir við fyrirliggjandi samkomulag. Fái samstarfið grænt ljós frá flokksmönnum munu formenn flokkanna gera tillögu við þingflokka sína um hvaða ráðherraembætti falli í hlut hvers flokks. Ráðherraefnin munu því eigi liggja fyrir fyrr en afstaða flokksmanna liggur fyrir. Gangi allt eftir er stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Allt frá því hugmyndir um skiptingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti láku í fjölmiðla hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd með formlegum hætti, fyrr en nú á lokametrum viðræðnanna. Útlit er fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðherrastóla en Vinstri græn og Framsókn þrjá hvor. Heimildir Fréttablaðsins herma að sótt sé að Bjarna Benediktssyni að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái forseta þingsins fari svo að flokkurinn fái aðeins fimm ráðuneyti.
Alþingi Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira