McConnel vill að Moore stigi til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 17:47 Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi. Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15