Fjórtán fengið sinn fyrsta landsleik hjá Southgate Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2017 18:00 Dominic Solanke lék sinn fyrsta landsleik gegn Brasilíu í gær. vísir/getty Gareth Soutgate hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir um ári síðan. Fjórtán leikmenn hafa leikið sinn fyrsta landsleik fyrir England undir stjórn Southgates, eða að meðaltali einn í leik síðan að hann tók við. Jesse Lingard og Aaron Cresswell þreyttu frumraun sína með enska landsliðinu undir stjórn Southgates á síðasta ári og í ár hafa 12 nýliðar bæst við. Meðal þeirra er Harry Winks sem hafði aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Litháen í október. Hópurinn sem Southgate valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Þýskalandi og Brasilíu var mjög ungur, enda mikið um forföll í enska liðinu. Fimm nýliðar komu við sögu í markalausa jafnteflinu við Þýskaland á föstudaginn og Dominic Solanke, sem hefur aldrei verið í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni, lék sinn fyrsta landsleik í 0-0 jafntefli við Brasilíu í gær. Solanke var í enska U-20 ára liðinu sem varð heimsmeistari í sumar. Southgate hefur greinilega trú á þeim strákum því hann tók einnig Angus Gunn, markvörð Norwich City, og Lewis Cook, miðjumann Bournemouth, inn í enska hópinn fyrir leikinn gegn Brasilíu.Leikmenn sem hafa þreytt frumraun sína með enska landsliðinu undir stjórn Southgates: Jesse Lingard (gegn Möltu 8. október 2016) Aaron Cresswell (gegn Spáni 15. nóv 2016) Michael Keane (gegn Þýskalandi 22. mars 2017) Nathan Redmond (gegn Þýskalandi 22. mars 2017) James Ward-Prowse (gegn Þýskalandi 22. mars 2017) Kieran Trippier (gegn Frakklandi 13. júní 2017) Harry Maguire (gegn Litháen 8. október 2017) Harry Winks (gegn Litháen 8. október 2017) Jordan Pickford (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Joe Gomez (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Ruben Loftus-Cheek (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Tammy Abraham (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Jack Cork (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Dominic Solanke (gegn Brasilíu 14. nóv 2017) Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lingard fékk dauðafæri í lokin til að afgreiða Þjóðaverja | Frakkar og Brasilíumenn unnu England og Þýskaland gerðu markalaust jafntefli á Wembley í kvöld þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik. 10. nóvember 2017 22:02 Þrír byrja sinn fyrsta leik fyrir England í kvöld Gareth Southgate gefur ungum mönnum tækifæri á móti Þýskalandi á Wembley í kvöld. 10. nóvember 2017 13:00 Markalaust á Wembley | Öll úrslit kvöldsins Það var ekki blásið til neinnar sérstakrar knattspyrnuveislu á Wembley í kvöld er England tók á móti Brasilíu í vináttulandsleik. 14. nóvember 2017 21:51 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Gareth Soutgate hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir um ári síðan. Fjórtán leikmenn hafa leikið sinn fyrsta landsleik fyrir England undir stjórn Southgates, eða að meðaltali einn í leik síðan að hann tók við. Jesse Lingard og Aaron Cresswell þreyttu frumraun sína með enska landsliðinu undir stjórn Southgates á síðasta ári og í ár hafa 12 nýliðar bæst við. Meðal þeirra er Harry Winks sem hafði aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Litháen í október. Hópurinn sem Southgate valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Þýskalandi og Brasilíu var mjög ungur, enda mikið um forföll í enska liðinu. Fimm nýliðar komu við sögu í markalausa jafnteflinu við Þýskaland á föstudaginn og Dominic Solanke, sem hefur aldrei verið í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni, lék sinn fyrsta landsleik í 0-0 jafntefli við Brasilíu í gær. Solanke var í enska U-20 ára liðinu sem varð heimsmeistari í sumar. Southgate hefur greinilega trú á þeim strákum því hann tók einnig Angus Gunn, markvörð Norwich City, og Lewis Cook, miðjumann Bournemouth, inn í enska hópinn fyrir leikinn gegn Brasilíu.Leikmenn sem hafa þreytt frumraun sína með enska landsliðinu undir stjórn Southgates: Jesse Lingard (gegn Möltu 8. október 2016) Aaron Cresswell (gegn Spáni 15. nóv 2016) Michael Keane (gegn Þýskalandi 22. mars 2017) Nathan Redmond (gegn Þýskalandi 22. mars 2017) James Ward-Prowse (gegn Þýskalandi 22. mars 2017) Kieran Trippier (gegn Frakklandi 13. júní 2017) Harry Maguire (gegn Litháen 8. október 2017) Harry Winks (gegn Litháen 8. október 2017) Jordan Pickford (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Joe Gomez (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Ruben Loftus-Cheek (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Tammy Abraham (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Jack Cork (gegn Þýskalandi 11. nóv 2017) Dominic Solanke (gegn Brasilíu 14. nóv 2017)
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lingard fékk dauðafæri í lokin til að afgreiða Þjóðaverja | Frakkar og Brasilíumenn unnu England og Þýskaland gerðu markalaust jafntefli á Wembley í kvöld þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik. 10. nóvember 2017 22:02 Þrír byrja sinn fyrsta leik fyrir England í kvöld Gareth Southgate gefur ungum mönnum tækifæri á móti Þýskalandi á Wembley í kvöld. 10. nóvember 2017 13:00 Markalaust á Wembley | Öll úrslit kvöldsins Það var ekki blásið til neinnar sérstakrar knattspyrnuveislu á Wembley í kvöld er England tók á móti Brasilíu í vináttulandsleik. 14. nóvember 2017 21:51 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Lingard fékk dauðafæri í lokin til að afgreiða Þjóðaverja | Frakkar og Brasilíumenn unnu England og Þýskaland gerðu markalaust jafntefli á Wembley í kvöld þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik. 10. nóvember 2017 22:02
Þrír byrja sinn fyrsta leik fyrir England í kvöld Gareth Southgate gefur ungum mönnum tækifæri á móti Þýskalandi á Wembley í kvöld. 10. nóvember 2017 13:00
Markalaust á Wembley | Öll úrslit kvöldsins Það var ekki blásið til neinnar sérstakrar knattspyrnuveislu á Wembley í kvöld er England tók á móti Brasilíu í vináttulandsleik. 14. nóvember 2017 21:51