Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2017 12:00 Formenn flokkanna hittust á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Það lá vel á þeim fyrir upphaf fundarins eins og sjá má á þessari stórskemmtilegu mynd. vísir/eyþór Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. Líklegt er að flokkarnir nái þó að klára málefnavinnu sína um helgina eða á mánudag og stjórnarsáttmáli verði kynntur um miðja næstu viku. Viðræðum formanna Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var framhaldið í morgun. Formennirnir voru bjartsýn á það í gær að þeim tækist að ljúka málefnavinnu sinni um helgina og að hægt verði að kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrir stofnunum flokkanna á mánudag eða þriðjudag. Það þýðir að hugsanlega verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á þriðjudag eða miðvikudag. Þau undirstrikuðu þó öll að sáttmálinn væri ekki í höfn fyrr en öllum ágreiningsmál væru útkljáð. „Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn á Laugarbakka í Miðfirði í dag og á morgun en hann hafði löngu verið ákveðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins ekki getað kynnt inntak væntanlegs stjórnarsáttmála á þeim fundi og þarf miðstjórnin því væntanlega að koma saman aftur í næstu viku.Mikilvægt að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði Formennirnir eru allir sammála um að miklu máli skipti að jafnvægi haldist á vinnumarkaði á næsta ári. Samningar stórra hópa opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna og hinn 1. febrúar verður hægt að opna kjarasamnnga á almennum vinnumarkaði, til framlengingar út næsta ár eða til endurskoðunar og jafnvel uppsagnar. Skilaboð Gylfa Arnbjörnssonar forseta Alþýðusambandsins á fundi með formönnunum í gær voru skýr um mikilvægi þess að efnahagslegur og félagslegur stöðugleik þyrftu að haldast í hendur. „En við höfum sérstaklega dregið fram atriði á vinnumarkaðnum. Stöðu atvinnuleysisbótakerfisins og bótanna sem eru í sögulegu lágmarki. Fæðingarorlofið er líka mjög lágt, ábyrgðasjóður launa, keðjuábyrgð (fyrirtækja) og undirboð á vinnumarkaði. Allt eru þetta atriði sem skipta máli. Síðan ef við tökum menntunina og þá breytingu sem eru að verða hér með hinni svo kölluðu fjórðu iðnbyltingu. Þar eru margir minna félagsmanna algerlega berskjaldaðir í þvi að hafa ekki náð að fá nám og hafa litla möguleika til þess. Allt eru þetta atriði sem skipta máli til að ná einhvern veginn utan um þetta verkefni,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins leggur áherslu á að stöðufleika undanfarinna ára verði viðhaldið. Ríki og sveitarfélög eigi ekki að leiða launaþróunina í landinu eins og gerst hefði undanfarin misseri. „Það er lang eðlilegast að atvinnulífið ákvarði hvert sé rýmið til launahækkana hverju sinni. Og vel að merkja; það er það sem þetta norræna líkan gengur út á í sinni eindföldustu mynd. Þannig að við skiptum þeirri köku sem er til skiptanna en ekki einhverri köku sem við eigum ekki og er ekki til skiptanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00 Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. 16. nóvember 2017 19:07 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. Líklegt er að flokkarnir nái þó að klára málefnavinnu sína um helgina eða á mánudag og stjórnarsáttmáli verði kynntur um miðja næstu viku. Viðræðum formanna Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var framhaldið í morgun. Formennirnir voru bjartsýn á það í gær að þeim tækist að ljúka málefnavinnu sinni um helgina og að hægt verði að kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrir stofnunum flokkanna á mánudag eða þriðjudag. Það þýðir að hugsanlega verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á þriðjudag eða miðvikudag. Þau undirstrikuðu þó öll að sáttmálinn væri ekki í höfn fyrr en öllum ágreiningsmál væru útkljáð. „Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn á Laugarbakka í Miðfirði í dag og á morgun en hann hafði löngu verið ákveðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins ekki getað kynnt inntak væntanlegs stjórnarsáttmála á þeim fundi og þarf miðstjórnin því væntanlega að koma saman aftur í næstu viku.Mikilvægt að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði Formennirnir eru allir sammála um að miklu máli skipti að jafnvægi haldist á vinnumarkaði á næsta ári. Samningar stórra hópa opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna og hinn 1. febrúar verður hægt að opna kjarasamnnga á almennum vinnumarkaði, til framlengingar út næsta ár eða til endurskoðunar og jafnvel uppsagnar. Skilaboð Gylfa Arnbjörnssonar forseta Alþýðusambandsins á fundi með formönnunum í gær voru skýr um mikilvægi þess að efnahagslegur og félagslegur stöðugleik þyrftu að haldast í hendur. „En við höfum sérstaklega dregið fram atriði á vinnumarkaðnum. Stöðu atvinnuleysisbótakerfisins og bótanna sem eru í sögulegu lágmarki. Fæðingarorlofið er líka mjög lágt, ábyrgðasjóður launa, keðjuábyrgð (fyrirtækja) og undirboð á vinnumarkaði. Allt eru þetta atriði sem skipta máli. Síðan ef við tökum menntunina og þá breytingu sem eru að verða hér með hinni svo kölluðu fjórðu iðnbyltingu. Þar eru margir minna félagsmanna algerlega berskjaldaðir í þvi að hafa ekki náð að fá nám og hafa litla möguleika til þess. Allt eru þetta atriði sem skipta máli til að ná einhvern veginn utan um þetta verkefni,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins leggur áherslu á að stöðufleika undanfarinna ára verði viðhaldið. Ríki og sveitarfélög eigi ekki að leiða launaþróunina í landinu eins og gerst hefði undanfarin misseri. „Það er lang eðlilegast að atvinnulífið ákvarði hvert sé rýmið til launahækkana hverju sinni. Og vel að merkja; það er það sem þetta norræna líkan gengur út á í sinni eindföldustu mynd. Þannig að við skiptum þeirri köku sem er til skiptanna en ekki einhverri köku sem við eigum ekki og er ekki til skiptanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00 Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. 16. nóvember 2017 19:07 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00
Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. 16. nóvember 2017 19:07