Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Hulda Hólmkelsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. nóvember 2017 13:07 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð. Kosningar 2017 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.
Kosningar 2017 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira