Sýningargestirnir eru alltaf að koma mér á óvart Magnús Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2017 12:00 Þórdís Aðalsteinsdóttir segist blanda saman formi og frásögn í myndum sínum. Visir/Anton Brink Þetta símtal gæti verið hljóðritað, er titill sýningar sem Þórdís Aðalsteinsdóttir myndlistarkona opnaði í gær í Tveimur hröfnum listhúsi við Baldursgötu. Þetta er fyrsta einkasýning Þórdísar hér heima frá því hún sýndi á Kjarvalsstöðum árið 2006 en frá þeim tíma hefur hún haldið fjölda sýninga erlendis bæði á galleríum og söfnum. Þórdís hefur að mestu verið búsett í New York síðustu ár en hún hún hafi heillaðist af borginni þegar hún fór þangað í heimsókn árið 2000. „Ég ætlaði bara að heimsækja tvær manneskjur en borgin heillaði mig svo innilega að ég ákvað að vera þar áfram. Eftir að hafa dvalið þar í eitt ár og verið að vinna þá sótti ég um skólavist og fór svo í framhaldsnám við School of Visual Arts en hafði áður verið í námi í Mynd- og handíðaskóla Íslands og svo í Háskólanum í Barcelona.“ Þórdís hefur aðallega sýnt erlendis á síðustu árum en hún segist ekki halda að það sé eitthvað eitt sérstakt sem valdi því. „Það er ágætt að hafa svona langt á milli,“ segir Þórdís hin rólegasta. „Núna er ég að sýna málverk sem ég vann á síðasta ári. Mér finnst bara svo ótrúlega gaman að myndlist og að búa til myndlist. Ég sæki mér myndefni í persónulega lífið, það sem er að gerast í kringum mig og í heiminum hverju sinni, og líka söguna, þá ekki síst listasöguna ef það er eitthvað þar sem ég er að tengja við. Reyni svona að flétta þetta allt soldið saman og þá líka við framsetninguna – svona hvernig ég nálgast viðfangsefnið bæði í formi og litum. Blanda saman formi og frásögn ef svo má segja.“Ein af myndum Þórdísar á sýningunni í Tveimur hröfnumVisir/Anton BrinkAðspurð um áhrifavalda segir hún að það séu óneitanlega margir. „Það er einhvern veginn þannig að allt hefur áhrif á mann. Ég var reyndar nýverið með kynningu á degi myndlistar og þá sýndi ég Pipilotti Rist sem ég sá fyrst verk eftir þegar ég var tuttugu og eins árs og hreinlega breytti öllu fyrir mig. Þegar maður er svona ungur þá eru oft einhver verk eða einhver sýning sem opnar eitthvað og þannig var það með hana fyrir mig. Kiki Smith, Kara Walker og Elizabeth Hayden hafa allar líka haft mikil áhrif á mig. Einnig má nefna Klimt og fleiri sem ég fór í raun meira að skoða eftir að ég fór sjálf að mála en þá var alltaf verið að benda mér á ákveðna listamenn. En svo segi ég þessi nöfn bara af því að ég dáist að þeim en auðvitað á maður sér hundrað áhrifavalda. Það eru jafnvel listamenn sem mér finnst ekki einu sinni vera góðir sem hafa þó engu að síður haft sín áhrif á mig og hvernig ég nálgast mína listsköpun.“ Þórdís segist sækja sér efni vítt og breitt í sínar myndir og að þannig sé það með sýninguna í Tveimur hröfnum. „En á sama tíma er ég t.d. með sýningu núna úti í New York sem ég vann mjög hratt og þar eru öll verkin í raun tengdari. Ég held að það komi bara til út af vinnuhraðanum þar sem ég var í ákveðnu hugarástandi, í ákveðnum fasa.“ Aðspurð um hvort það sé einhver munur á að sýna í New York og hér heima segir Þórdís að það sé alltaf ákveðinn munur á sýningum. „Maður veit aldrei hvað gerist eða hvernig áhorfendur upplifa verkin. Það kemur mér oft skemmtilega á óvart en mér finnst alltaf gaman að sýna og gaman að sjá hvað fólk kemur mér oft á óvart. Fólk nálgast verkin á sínum persónulegu forsendum og oftar en ekki leiðir það eitthvað nýtt og skemmtilegt í ljós.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember. Menning Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Þetta símtal gæti verið hljóðritað, er titill sýningar sem Þórdís Aðalsteinsdóttir myndlistarkona opnaði í gær í Tveimur hröfnum listhúsi við Baldursgötu. Þetta er fyrsta einkasýning Þórdísar hér heima frá því hún sýndi á Kjarvalsstöðum árið 2006 en frá þeim tíma hefur hún haldið fjölda sýninga erlendis bæði á galleríum og söfnum. Þórdís hefur að mestu verið búsett í New York síðustu ár en hún hún hafi heillaðist af borginni þegar hún fór þangað í heimsókn árið 2000. „Ég ætlaði bara að heimsækja tvær manneskjur en borgin heillaði mig svo innilega að ég ákvað að vera þar áfram. Eftir að hafa dvalið þar í eitt ár og verið að vinna þá sótti ég um skólavist og fór svo í framhaldsnám við School of Visual Arts en hafði áður verið í námi í Mynd- og handíðaskóla Íslands og svo í Háskólanum í Barcelona.“ Þórdís hefur aðallega sýnt erlendis á síðustu árum en hún segist ekki halda að það sé eitthvað eitt sérstakt sem valdi því. „Það er ágætt að hafa svona langt á milli,“ segir Þórdís hin rólegasta. „Núna er ég að sýna málverk sem ég vann á síðasta ári. Mér finnst bara svo ótrúlega gaman að myndlist og að búa til myndlist. Ég sæki mér myndefni í persónulega lífið, það sem er að gerast í kringum mig og í heiminum hverju sinni, og líka söguna, þá ekki síst listasöguna ef það er eitthvað þar sem ég er að tengja við. Reyni svona að flétta þetta allt soldið saman og þá líka við framsetninguna – svona hvernig ég nálgast viðfangsefnið bæði í formi og litum. Blanda saman formi og frásögn ef svo má segja.“Ein af myndum Þórdísar á sýningunni í Tveimur hröfnumVisir/Anton BrinkAðspurð um áhrifavalda segir hún að það séu óneitanlega margir. „Það er einhvern veginn þannig að allt hefur áhrif á mann. Ég var reyndar nýverið með kynningu á degi myndlistar og þá sýndi ég Pipilotti Rist sem ég sá fyrst verk eftir þegar ég var tuttugu og eins árs og hreinlega breytti öllu fyrir mig. Þegar maður er svona ungur þá eru oft einhver verk eða einhver sýning sem opnar eitthvað og þannig var það með hana fyrir mig. Kiki Smith, Kara Walker og Elizabeth Hayden hafa allar líka haft mikil áhrif á mig. Einnig má nefna Klimt og fleiri sem ég fór í raun meira að skoða eftir að ég fór sjálf að mála en þá var alltaf verið að benda mér á ákveðna listamenn. En svo segi ég þessi nöfn bara af því að ég dáist að þeim en auðvitað á maður sér hundrað áhrifavalda. Það eru jafnvel listamenn sem mér finnst ekki einu sinni vera góðir sem hafa þó engu að síður haft sín áhrif á mig og hvernig ég nálgast mína listsköpun.“ Þórdís segist sækja sér efni vítt og breitt í sínar myndir og að þannig sé það með sýninguna í Tveimur hröfnum. „En á sama tíma er ég t.d. með sýningu núna úti í New York sem ég vann mjög hratt og þar eru öll verkin í raun tengdari. Ég held að það komi bara til út af vinnuhraðanum þar sem ég var í ákveðnu hugarástandi, í ákveðnum fasa.“ Aðspurð um hvort það sé einhver munur á að sýna í New York og hér heima segir Þórdís að það sé alltaf ákveðinn munur á sýningum. „Maður veit aldrei hvað gerist eða hvernig áhorfendur upplifa verkin. Það kemur mér oft skemmtilega á óvart en mér finnst alltaf gaman að sýna og gaman að sjá hvað fólk kemur mér oft á óvart. Fólk nálgast verkin á sínum persónulegu forsendum og oftar en ekki leiðir það eitthvað nýtt og skemmtilegt í ljós.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember.
Menning Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira