Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Helga María Guðmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 18:40 Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. Enn þann dag í dag er nóg er um að vera í fiskbúðinni. Siginn þorskur, lax, hákarl og karfi, allt eru þetta fisktegundir sem hægt er að kaupa í fiskbúðinni á Sundlaugavegi en hún gegnir þeirri sérstöðu að hafa verið starfandi í sama húsnæði í hvorki meira en meinna en 70 ár. Margt hefur breyst á þeim sjötíu árum sem fiskbúðin hefur verið starfandi en húsnæðið er þó það sama. „Við vorum með lítið rými hér undir það síðasta, hér var röð út á götu og fólk beið úti í rigningunni því það vildi fá sinn góða fisk,“ segir Arnar Þór Elísson, fisksali. En fiskbúðin sem byrjaði í litlu herbegi hefur tekið undir sig alla jarðhæð hússins í dag. Arnar sem hefur starfað í fiski í fleiri ár segir Íslendinga vanafasta og að sama fólkið kæmi reglulega inn að versla. „Það má segja að það sé okkar styrkleiki að hér kemur fólk aftur og aftur og það líkar vel við þjónustuna og fiskinn. Aðspurður hver er vinsælasti fiskurinn er svarið einfalt. „Ýsan er ennþá vinningshafinn hjá okkur Íslendingum, þorskurinn hefur komið upp en ýsan selst alltaf lang mest, segir Arnar.“ Aukning á ferðamannastrumi hefur einnig góð áhrif á söluna. „Hérna strolla framhjá hundruð ferðamanna og þeir koma að sjálfsögðu hér inn og oftar en ekki fara þeir út með reyktan silung eða eitthvað góðgæti úr búðinni og þeir líta á þetta sem listasafn,“ segir Arnar. Boðið var upp á humarsúpu í tilefni afmælisins sem gestir voru að vonum ánægðir með. Verslun Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. Enn þann dag í dag er nóg er um að vera í fiskbúðinni. Siginn þorskur, lax, hákarl og karfi, allt eru þetta fisktegundir sem hægt er að kaupa í fiskbúðinni á Sundlaugavegi en hún gegnir þeirri sérstöðu að hafa verið starfandi í sama húsnæði í hvorki meira en meinna en 70 ár. Margt hefur breyst á þeim sjötíu árum sem fiskbúðin hefur verið starfandi en húsnæðið er þó það sama. „Við vorum með lítið rými hér undir það síðasta, hér var röð út á götu og fólk beið úti í rigningunni því það vildi fá sinn góða fisk,“ segir Arnar Þór Elísson, fisksali. En fiskbúðin sem byrjaði í litlu herbegi hefur tekið undir sig alla jarðhæð hússins í dag. Arnar sem hefur starfað í fiski í fleiri ár segir Íslendinga vanafasta og að sama fólkið kæmi reglulega inn að versla. „Það má segja að það sé okkar styrkleiki að hér kemur fólk aftur og aftur og það líkar vel við þjónustuna og fiskinn. Aðspurður hver er vinsælasti fiskurinn er svarið einfalt. „Ýsan er ennþá vinningshafinn hjá okkur Íslendingum, þorskurinn hefur komið upp en ýsan selst alltaf lang mest, segir Arnar.“ Aukning á ferðamannastrumi hefur einnig góð áhrif á söluna. „Hérna strolla framhjá hundruð ferðamanna og þeir koma að sjálfsögðu hér inn og oftar en ekki fara þeir út með reyktan silung eða eitthvað góðgæti úr búðinni og þeir líta á þetta sem listasafn,“ segir Arnar. Boðið var upp á humarsúpu í tilefni afmælisins sem gestir voru að vonum ánægðir með.
Verslun Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira