Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 "Meðlimum er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism. Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Forstöðumaður trúfélagsins Zuism hvetur fólk til að skrá sig í félagið og lofar að endurgreiðslur sóknargjalda til meðlima hefjist eftir miðjan nóvember. Á sama tíma hvetja þeir sem áður skipuðu svokallað öldungaráð zúista alla til að yfirgefa félagið. „Við undirrituð hörmum innilega þá stöðu sem nú er uppi í trúfélaginu Zuism og hvetjum alla meðlimi til að skrá sig úr félaginu í síðasta lagi fyrir 1. desember,“ segir í yfirlýsingu sexmenninganna. Er þar vísað til þess að ef meðlimir skrái sig ekki úr Zuism fyrir 1. desember renna sóknargjöld í þeirra nafni úr ríkissjóði í tólf mánuði til viðbótar. „Við drógum fólk inn í þetta og getum ekki borið ábyrgð á því að fólk fái nokkurn tíma greitt eða að upphafleg markmið okkar gangi eftir,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, einna hinna sex fyrrverandi öldungaráðsmeðlima. Hálftíma eftir að öldungaráðsmennirnir sendu yfirlýsinguna frá sér í gær barst yfirlýsing frá Ágústi Arnari Ágústssyni sem fyrir tæpum mánuði fékk viðurkenningu sýslumanns á því að vera forstöðumaður félags zúista. Sagði Ágúst umsóknarfrest um endurgreiðslur sóknargjalda vera til 15. nóvember og að stefnt væri að því að greiða tveimur dögum síðar. ,,Eftir langa bið og mikla baráttu er loksins komið að því að zúistar geti fengið endurgreiðslu,“ segir í yfirlýsingu Ágústs. „Zuism er eina trúfélag landsins sem leyfir sóknarbörnum að ráðstafa sínum sóknargjöldum. Við hvetjum fólk til að skrá sig í félagið fyrir 1. desember því stefnt er að því að endurgreiðslur muni halda áfram á næsta ári." Öldungaráðið fyrrverandi undirstrikar að það beri enga ábyrgð lengur á félaginu. Um leið virðist ráðið telja forstöðumanninn vera að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Við frábiðjum okkur einnig tilraunir núverandi forráðamanna félagsins til að eigna sér upphafleg markmið okkar með gjörningnum,“ segir í yfirlýsingunni. Sjálfur segist Snæbjörn aðspurður hafa skráð sig úr félaginu í vikunni. „Nei," svarar hann og hlær aðspurður hvort hann hyggist senda inn umsókn um endurgreiðslu. Hvatning öldungráðsins virðist hafa haft sín áhrif. Á þriðja tímanum í gær höfðu 62 skráð sig úr Zuism þann daginn og alls 357 frá því í byrjun október. Samkvæmt þjóðskrá eru nú 2.303 í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira