Miklar annir vegna óveðursins ástæða 45 mínútna biðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2017 10:25 Þórhildur lá á vellinum í um fjörutíu mínútur. Vísir Miklar annir hjá sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins virðast hafa orðið til þess að um 45 mínútur liðu frá því Þórhildur Braga Þórðardóttir slasaðist í leik Hauka og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta í gær og þangað til sjúkrabíll kom á vettvang. Sem betur fer virðast meiðsli Þórhildar ekki jafnalvarleg og óttast var. Þórhildur, sem spilar stöðu leikstjórnanda hjá Haukum, fékk þungt högg á höfuðið á 33. mínútu leiksins. Lá hún eftir og huguðu sjúkraþjálfarar beggja liða að líðan hennar. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, við Vísi í gær. Um 45 mínútum eftir slysið var Þórhildur flutt á börum frá Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði.Þórhildur Braga Þórðardóttir, leikstjórnandi Hauka.Vísir/StefánÓttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir afar miklar annir hafa verið í gærkvöldi. Hann var sjálfur ekki á vakt í gær en var mættur á vaktina í morgun. Hann sagðist telja allar líkur á því að af þeim sökum hafi ekki verið hægt að koma sjúkrabíl fyrr á svæðið. „Ég get ekki ímyndað mér en það hafi verið annað en vegna anna. Það var klikkað að gera. Það voru 35 útköll sjúkrabíla og rúmlega 20 útköll dælubíla á vaktinni,“ segir Óttar. Vaktin sem um ræðir hófst 19:30 og stóð til klukkan 7:30 í morgun. Reikna megi með því að önnur útköll hafi verið í meiri forgangi á þeim tíma sem slysið varð. Hefur Vísir sent Neyðarlínunni fyrirspurn vegna málsins. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már í samtali við Vísi í morgun. Þórhildur hafi fengið mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig.“ Reikna má með því að Þórhildur missi í það minnsta af næsta leik Hauka gegn Val á miðvikudaginn. Haukar lögðu ÍBV 26-22 í gærkvöldi og komust með sigrinum upp fyrir ÍBV og í annað sæti deildarinnar.Uppfært klukkan 11:15Elva Björnsdóttir, gæða- og varðstofustjóri hjá Neyðarlínunni, segir í samtali við Vísi að rúmlega hálftími hafi liðið frá því að símtal barst og þangað til sjúkraflutningsmenn mættu á svæðið.Hún útskýrir að starfsmenn Neyðarlínunnar hafi metið málið sem svo að það væri ekki forgangsmál. Annir hafi verið miklar sem útskýri tafir á sjúkrabíl. „Það er ekkert óeðlilegt við þetta mál nema þetta tekur langan tíma,“ segir Elva. Aðspurð segir hún að vel hefði komið til greina að óska eftir aðstoð björgunarsveita hefði málið verið metið í háum forgangi. Veður Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Miklar annir hjá sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins virðast hafa orðið til þess að um 45 mínútur liðu frá því Þórhildur Braga Þórðardóttir slasaðist í leik Hauka og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta í gær og þangað til sjúkrabíll kom á vettvang. Sem betur fer virðast meiðsli Þórhildar ekki jafnalvarleg og óttast var. Þórhildur, sem spilar stöðu leikstjórnanda hjá Haukum, fékk þungt högg á höfuðið á 33. mínútu leiksins. Lá hún eftir og huguðu sjúkraþjálfarar beggja liða að líðan hennar. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, við Vísi í gær. Um 45 mínútum eftir slysið var Þórhildur flutt á börum frá Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði.Þórhildur Braga Þórðardóttir, leikstjórnandi Hauka.Vísir/StefánÓttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir afar miklar annir hafa verið í gærkvöldi. Hann var sjálfur ekki á vakt í gær en var mættur á vaktina í morgun. Hann sagðist telja allar líkur á því að af þeim sökum hafi ekki verið hægt að koma sjúkrabíl fyrr á svæðið. „Ég get ekki ímyndað mér en það hafi verið annað en vegna anna. Það var klikkað að gera. Það voru 35 útköll sjúkrabíla og rúmlega 20 útköll dælubíla á vaktinni,“ segir Óttar. Vaktin sem um ræðir hófst 19:30 og stóð til klukkan 7:30 í morgun. Reikna megi með því að önnur útköll hafi verið í meiri forgangi á þeim tíma sem slysið varð. Hefur Vísir sent Neyðarlínunni fyrirspurn vegna málsins. „Þórhildur fór í myndatökur í gær til að taka af allan vafa að það væru ekki frekari áverkar. Það kom allt vel út og hún fékk að fara heim í nótt,“ segir Elías Már í samtali við Vísi í morgun. Þórhildur hafi fengið mikið högg. „Mér skilst að hún hafi rotast og hún mundi ekkert eftir atvikinu. Hún fékk heilahristing og höggið var augljóslega meira en maður hélt í fyrstu. Hún virðist hafa fengið hné aftan í hnakkann. Hún mun nú fá þann tíma sem hún þarf til þess að jafna sig.“ Reikna má með því að Þórhildur missi í það minnsta af næsta leik Hauka gegn Val á miðvikudaginn. Haukar lögðu ÍBV 26-22 í gærkvöldi og komust með sigrinum upp fyrir ÍBV og í annað sæti deildarinnar.Uppfært klukkan 11:15Elva Björnsdóttir, gæða- og varðstofustjóri hjá Neyðarlínunni, segir í samtali við Vísi að rúmlega hálftími hafi liðið frá því að símtal barst og þangað til sjúkraflutningsmenn mættu á svæðið.Hún útskýrir að starfsmenn Neyðarlínunnar hafi metið málið sem svo að það væri ekki forgangsmál. Annir hafi verið miklar sem útskýri tafir á sjúkrabíl. „Það er ekkert óeðlilegt við þetta mál nema þetta tekur langan tíma,“ segir Elva. Aðspurð segir hún að vel hefði komið til greina að óska eftir aðstoð björgunarsveita hefði málið verið metið í háum forgangi.
Veður Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45
Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14