Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Magnús Garðarsson, stofnandi kísilversins í Helguvík, vill lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutafé hans í United Silicon. vísir/eyþór Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30