Enginn umhverfisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Loftslagsfundur SÞ fer nú fram í Bonn og stendur fram í næstu viku. Þar er rætt um útfærslu Parísarsamkomulagsins. Vísir/AFP Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu. Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27