„FIFA hefur engan áhuga á kvennafótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:00 Megan Rapinoe. Vísir/Getty Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira