Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Garðar Örn Úlfarsson og Ólöf Skaftadóttir skrifa 24. október 2017 04:00 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum. Vísir/Getty Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zuism. Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn. „Verið er að vinna í hvernig sóknargjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zuism út sóknargjöld líkt og forveri hans gaf fyrirheit um. „Það er von á tilkynningu og þetta mun vonandi allt skýrast þar,“ bætir forstöðumaðurinn við. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Samkvæmt nýjustu fáanlegu tölum eru 2.845 skráðir í trúfélag zúista. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera samtals tæplega 2,6 milljónir í hverjum mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zuism. Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn. „Verið er að vinna í hvernig sóknargjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zuism út sóknargjöld líkt og forveri hans gaf fyrirheit um. „Það er von á tilkynningu og þetta mun vonandi allt skýrast þar,“ bætir forstöðumaðurinn við. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Samkvæmt nýjustu fáanlegu tölum eru 2.845 skráðir í trúfélag zúista. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera samtals tæplega 2,6 milljónir í hverjum mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45