Húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. október 2017 11:45 Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Húsnæði er drjúgur hluti af framfærslukostnaði alþýðufjölskyldna á Íslandi. Þess vegna skiptir það höfuðmáli að minnka þann kostnað til að bæta lífskjörin. Stærsti liður húsnæðiskostnaðarins er vextir af lánum. Það er auk þess alveg óþarfur kostnaðarliður, þannig að þar er eðlilegast að bera niður fyrst við að lækka kostnað. Með því að taka fjármálakerfið úr höndum einkaaðila og koma því í félagslegan rekstur á vegum ríkisins er möguleiki að lána vaxtalaust til hóflegra húsnæðiskaupa, þar sem engir kapítalistar eru til að draga sér hlut af því. Þegar stærri hluti af fjármagni samfélagsins er í sameiginlegri eigu er einnig hægt að reka félagslegt leiguhúsnæði eftir þörfum, þar sem leigan þarf ekki að standa undir vaxtakostnaði af því fé, sem bundið er í byggingunum. Þessar aðgerðir myndu valda straumhvörfum í bættum lífskjörum almennings á Íslandi, og skapa grundvöll fyrir aukinn jöfnuð og gegnsæi í kjörum. Húsnæði er frumþörf, sem allir þurfa á að halda. Fjármögnun þess á því ekki að vera gróðaleið fyrir svokallaða fjármagnseigendur á markaði. Það er meira í ætt við fjárkúgun en frjáls viðskipti. Enda hefur fjármögnun húsnæðis ekki aðeins verið notuð til að draga til sín afgjald reglulega, heldur einnig til að svifta fólk aleigunni þegar svo ber undir, og færa eignir almennings í hendur fárra auðmanna, eins og gerðist í stórum stíl í kjölfar hrunsins. Þannig stuðlar þetta kerfi eftir mörgum leiðum að ójöfnuði og eignasöfnun á fáar hendur. Það er því brýnt að húsnæðisstefna Alþýðufylkingarinnar komist til framkvæmda sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er.Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun