Klúbburinn Geysir með þér út í lífið Benedikt Gestsson skrifar 27. október 2017 07:00 Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Klúbburinn Geysir er virkniúrræði fyrir fólk með geðraskanir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endurhæfingu geðsjúkra utan hefðbundinna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Clubhouse International árið 2013. Clubhouse International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn samtakanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsingagjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofnaður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsahreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenning á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfsrýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starfinu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og daglegum verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélaginu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: https://kgeysir.is/ Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun