Getur unga fólkið tekið völdin? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 27. október 2017 12:08 „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
„Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Mér verður stundum hugsað til samtals sem ég átti við aldraða frænku mína fyrir um ári síðan. Ég í barnaskap mínum og einfeldni kom því með spurningu sem ég hélt að myndi kannski hreyfa við henni og sagði „En núna hefur sjálfstæðisflokkurinn verið við völd meira og minna í um 20 ár. Það hefur nú ekki verið gert mikið fyrir eldra fólk og öryrkja á þeim tíma. Núna síðast afnámu þeir frítekjumark af launum ellilífeyrisþega, hvað finnst þér um það ?“ Það kom smá þögn og svo sagði hún, „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gráta. En svo varð ég eiginlega bara pínu sorgmæddur. Þetta var þá eins og mig hafði alltaf grunað. Þeir voru áskrifendur að fylgi. Það skiptir engu máli hversu illa þeir stóðu sig fyrir almenning í landinu, hversu grímulaus spillingin er, hvernig flokknum hefur verið stjórnað af sérhagsmunaöflum og flokkseigendaklíkunni í áraraðir. Fyrir fólk með þetta viðhorf skiptir það engu máli. Það styður liðið sitt fram í rauðan dauðan. Fólk sem eyðir atkvæði sínu í flokkinn sinn án hugsunar, án þess að vega og meta á gagnrýnin hátt fyrri loforð og efndir, án þess að horfa gagnrýnum augum á það fyrir hvað hann stendur og hvert hann er að stefna er ekki bara að viðhalda ósanngjörnu valdajafnvægi heldur er það að leggja blessun sína yfir allt sem flokkurinn og forysta hans stendur fyrir. Öfugt við það sem það heldur þá er það ekki að viðhald styrk flokksins heldur er það að mola hann niður, innan frá. En svo hugsa ég um unga fólkið okkar. Það er víðsýnna en við sem eldri erum. Heimurinn er miklu minni í dag en fyrir 20 árum og hann heldur áfram að minnka. Það sér heiminn öðruvísi en við. Það gerir sér grein fyrir að það hefur val. Það þarf ekki að búa hérna á Íslandi frekar en það vill í framtíðinni. Það þarf ekki að leggja blessun sína yfir hvað sem er til að komast áfram í lífinu. Það hefur sterka réttlætiskennd og lítið þol gagnvart spillingu, það vill jöfnuð, réttlæti og heiðarleika. Þetta er framtíðin, þetta er fólkið sem hefur tækifærið til að breyta til hins betra. Þetta er fólkið sem mun sennilega segja í framtíðinni ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera eins og hann er í dag „Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, ég kaus aldrei sjálfstæðisflokkinn og hefði aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn“ En aðeins, og bara aðeins, ef þau mæta á kjörstað og kjósa. Kjósa nýja framtíð fyrir sig og sína...og kannski líka fyrir okkur hin sem viljum sjá Ísland rísa upp úr niðurlægingu og spillingu síðastu áratuga og taka stefnuna fram á veginn. Sigurjón Vídalín, jarðfræðingur
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar