Gylfi í viðtali á FIFA.com: Ísland hefur engu að tapa á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:45 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn í viðtal á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Gylfi skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir Jóhann Berg Guðmundsson þegar íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlinum og sæti á HM með 2-0 sigri á Kósóvó á dögunum. Gylfi var alls með fjögur mörk í undankeppninni. „Þetta var frábær tilfinning,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtalinu á heimasíðu FIFA. „Ég var að vonast til að geta hjálpað liðinu með marki og það var því góð tilfinning að skora í svona mikilvægum leik,“ sagði Gylfi. „Við höfum verið að spila marga stóra leiki á síðustu fjórum til fimm árum. Í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu, í undankeppni EM 2016 og svo í þessari undankeppni. Allir leikirnir að undanförnu hafa síðan verið gríðarlega mikilvægir. Mér finnst við höfum verið að bæta okkur í þessum stóru leikjum því fyrir fimm til sex árum þá réðum við ekki við þá. Nú er liðið miklu betur tilbúið í þessa leiki og liðið er líka betra en þar var,“ sagði Gylfi. „Þegar ég horfði til baka þá voru umspilsleikirnir fyrir HM 2013 mjög mikilvægir fyrir okkur. Við vissum nefnilega hversu illa okkur leið eftir það tap og hversu mikil vonbrigði það voru að komast svona nálægt þessu en komast ekki alla leið á HM. Nú höfum við komist inn á tvö stórmót í röð og það er mikið afrek fyrir okkar þjóð,“ sagði Gylfi. Gylfi horfir bjartsýnum augum til næsta sumars en það kemur þó ekki fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvaða lið verða með Íslandi í riðli. En hvað getur Ísland gert á HM í Rússlandi? „Við verðum að sjá í hvernig riðli við lendum en ég tel að við eigum góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úrslitin. Við vitum að þetta verður mjög erfitt en við höfum engu að tapa. Við verðum bara að mæta til leiks á HM með sama hugarfar og á EM í Frakklandi,“ sagði Gylfi. „Það hafa allir verið að bíða eftir að íslenskur fótbolta nái að taka þetta skref. Nú er það að gerast og því fylgir frábær tilfinning. Okkur öllum hlakkar til að fara til Rússland og að sjálfsögðu að sjá Víkingaklappið á HM,“ sagði Gylfi en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira