Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 11:00 Harvey Weinstein og Ramola Garai áttu fund þegar hún var 18 ára gömul og reyna að koma sér á framfæri í kvikmyndabransanum. Hún segir fundinn hafa verið niðurlægjandi. vísir/getty Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08