Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 11:00 Harvey Weinstein og Ramola Garai áttu fund þegar hún var 18 ára gömul og reyna að koma sér á framfæri í kvikmyndabransanum. Hún segir fundinn hafa verið niðurlægjandi. vísir/getty Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08