Breytum um kúrs í heilbrigðismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2017 07:00 Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2017 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun