Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 17:00 Mögulegar slóðir Ófelíu samkvæmt spálíkönum NCAR. NCAR Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira