Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 17:00 Mögulegar slóðir Ófelíu samkvæmt spálíkönum NCAR. NCAR Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC Veður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC
Veður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira