Krafa um dreifingu ferðamanna vegna þátttöku Íslands á HM Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 06:00 Landkynning Íslands vegna afreka Gylfa Sigurðssonar og félaga mun fjölga ferðafólki á Íslandi. vísir/Ernir Góður árangur íslensku landsliðanna í knattspyrnu mun hafa þau áhrif að ferðamönnum fjölgi áfram hér á landi þó hlutfallsleg fjölgun verði ekki sú sama og síðustu ár. Mikilvægt er að tryggja innviði og samgöngur til að dreifa ferðamönnum sem víðast að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Umfjöllun um það afrek íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að hafa tryggt sér keppnisrétt á lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar var að finna úti um allan heim. Þar fer jákvæð landkynning sem bætist við þá kynningu sem áfangastaðurinn Ísland hefur fengið síðustu misseri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.vísir/ernirGistinóttum á Norður- og Austurlandi fækkaði í ágústmánuði samanborið við ágústmánuð í fyrra og vísbendingar eru um að ferðamenn fari styttri ferðir út úr höfuðborginni en áður. Þannig nýtast illa þær fjárfestingar í ferðaþjónustu sem fjærst eru suðvesturhorni landsins. „Eftir Evrópumótið í fyrra sáum við mikla aukningu í ferðaleitarfyrirspurnum, sérstaklega frá markaðssvæðum í Evrópu. Núna eru strákarnir okkar á leið á HM þar sem sviðið er enn stærra sem þeir munu án efa nýta sér til fulls og við njóta góðs af,“ segir Helga.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherraHún telur ferðaþjónustuna hafa fjárfest fyrir um 180 milljarða árin 2015 og 2016. „Því miður er ekki hægt að segja það sama um stjórnvöld,“ segir Helga. „Til að tryggja heilsársferðaþjónustu á Íslandi um allt land verður meðal annars að stórbæta samgöngur enda eru þær lífæð ferðaþjónustunnar og samfélagsins alls. Öruggar og tryggar samgöngur eru undirstaða hagsældar okkar allra.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að dreifa ferðamönnum sem víðast svo allir landsmenn njóti góðs af ferðaþjónustu allt árið. „Við erum að vinna í því að auka millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði en það verður að gerast á markaðslegum forsendum. Vinna er í fullum gangi við að dreifa ferðamönnum og fjölga seglum úti um allt land,“ segir Þórdís Kolbrún. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Góður árangur íslensku landsliðanna í knattspyrnu mun hafa þau áhrif að ferðamönnum fjölgi áfram hér á landi þó hlutfallsleg fjölgun verði ekki sú sama og síðustu ár. Mikilvægt er að tryggja innviði og samgöngur til að dreifa ferðamönnum sem víðast að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Umfjöllun um það afrek íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að hafa tryggt sér keppnisrétt á lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar var að finna úti um allan heim. Þar fer jákvæð landkynning sem bætist við þá kynningu sem áfangastaðurinn Ísland hefur fengið síðustu misseri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.vísir/ernirGistinóttum á Norður- og Austurlandi fækkaði í ágústmánuði samanborið við ágústmánuð í fyrra og vísbendingar eru um að ferðamenn fari styttri ferðir út úr höfuðborginni en áður. Þannig nýtast illa þær fjárfestingar í ferðaþjónustu sem fjærst eru suðvesturhorni landsins. „Eftir Evrópumótið í fyrra sáum við mikla aukningu í ferðaleitarfyrirspurnum, sérstaklega frá markaðssvæðum í Evrópu. Núna eru strákarnir okkar á leið á HM þar sem sviðið er enn stærra sem þeir munu án efa nýta sér til fulls og við njóta góðs af,“ segir Helga.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherraHún telur ferðaþjónustuna hafa fjárfest fyrir um 180 milljarða árin 2015 og 2016. „Því miður er ekki hægt að segja það sama um stjórnvöld,“ segir Helga. „Til að tryggja heilsársferðaþjónustu á Íslandi um allt land verður meðal annars að stórbæta samgöngur enda eru þær lífæð ferðaþjónustunnar og samfélagsins alls. Öruggar og tryggar samgöngur eru undirstaða hagsældar okkar allra.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að dreifa ferðamönnum sem víðast svo allir landsmenn njóti góðs af ferðaþjónustu allt árið. „Við erum að vinna í því að auka millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði en það verður að gerast á markaðslegum forsendum. Vinna er í fullum gangi við að dreifa ferðamönnum og fjölga seglum úti um allt land,“ segir Þórdís Kolbrún.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira