Hvað getur ferðaþjónustan lært af fótboltanum? Helga Árnadóttir skrifar 14. október 2017 12:06 Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun