Þjóð veit þá þrír vita Telma Tómasson skrifar 16. október 2017 06:00 Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Telma Tómasson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fjöldi leikkvenna hefur að undanförnu stigið fram og sakað Weinstein nokkurn, Hollywood karl, um að leita á sig eða ofbjóða kynferðislega án þeirra samþykkis. Ávirðingar kvennanna í Hollý eru engin nýlunda, yfirlýsingar af svipuðum toga eru æ algengari á síðum fjöl- og samfélagsmiðla. Lokið á Pandóruboxinu er að opnast. Það eru Weinsteinar allt í kringum okkur. ,,Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga ,,ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið. Reyndar segir málshátturinn úr hinum forna kveðskap Hávamálum: þjóð veit þá þrír eru, en nútímaformið á orðatiltækinu lýsir betur leyndarhjúpnum sem kennarakarlinn vildi sveipa utan um athæfið. Bóndinn sem skreið upp í hjá 15 ára unglingsstúlkunni í skjóli nætur vildi líka ,,ævintýri“, en ókunnugi maðurinn í boðinu gekk bara hreint til verks, króaði skankalanga stelpuna af úti í horni og virtist slétt sama þótt gestir hans, sem skemmtu sér í næsta herbergi, yrðu hugsanlega vitni að kynferðislegri áreitni miðaldra karls. Oft verður mér hugsað til þess hvað gaf þessum þremur mönnum leyfi til að ganga svona á óþroskaða, unga sál. Menn sem sjálfir áttu dætur. Menn sem sjálfir áttu eiginkonur. Ábyrgð og mannelska fokin út í veður og vind ef þeir aðeins fengju að eiga sitt ,,ævintýri“ – ísköld hótun um kynferðislega nauðung, sem stal traustinu og kom sér tryggilega fyrir í hjartafylgsnum stúlkunnar. Til allrar hamingju hafði hún bein í nefinu og nægan kraft til að gefa þeim langt nef og koma þannig í veg fyrir frekari sálarskaða. Kuldinn sat samt eftir og karlarnir áttu þögnina vísa. Þar til nú. Langflestir fordæma hegðun kynlífsrándýra, en aðeins sumir orða það upphátt. Þessir sumir eru yfirleitt konur og þótt undantekningin sanni regluna, þá kjósa langflestir karlar að líta undan. Þögnin er á köflum ærandi og þá er spurt: af hverju? Er þetta einbeittur brotavilji, þögul samantekin ráð? Varla. Skammast þeir sín fyrir kynbræður sína, en þora ekki að nefna það af ótta við að vera stimplaðir og útskúfaðir úr karlaklúbbnum? Kannski. Eða er hugsanlegt að það sé ómeðvitað innprentað í undirmeðvitund samfélags okkar og menningu að karlmenn megi athugasemdalaust leita á stúlkur og konur á óviðeigandi hátt, kúga og valdbeita? Leynilegur kóði meitlaður í spjöld sögunnar. Slíkri hugsanavillu þarf að breyta, sé það reyndin. Þá er gott að vita til þess að Weinsteinar þessa heims eru í minnihluta og okkar traustu strákar í miklum meirihluta. Strákarnir sem við elskum að elska. Því hef ég fulla trú á sonum, bræðrum, feðrum, frændum og öfum þessa lands að stökkva á vagninn. Standið með dætrum ykkar, systrum, mæðrum, vinkonum, frænkum og eiginkonum. Standið með réttlæti. Mótmælið þöggun og ofbeldi. Strákar, hafið hátt.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun