Google Maps færir sig út í sólkerfið með hjálp Íslendings Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:00 Örnefni á hnöttum eins og Plútó birtast þegar kort af þeim eru opnuð hjá Google. Ekki er þó hægt að slá nöfn hnattanna inn í leit Google Maps heldur eru þeir á sérsíðu. Google Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí. Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí.
Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54