Framtíð fyrir alla Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 19. október 2017 07:00 Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar