Sequences myndlistarhátíð opnar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2017 16:30 Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík dagana 6.–15. október 2017. Hátíðin í ár kynnir með stolti verk eftir tuttugu og einn innlenda og erlenda listamenn. Þetta er í áttunda sinn sem Sequences er haldin og að þessu sinni hefur frumkvöðullinn Joan Jonas verið valin sem heiðurslistamaður hátíðarinnar. Á dagskránni verður einkasýning á verkum hennar í Nýlistasafninu og fremur hún nýjan gjörning í Tjarnarbíói í samvinnu við íslenskt tónskáld, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Markmið Sequences er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk og vídeólist. Sequences er listamannarekin og sjálfstæð myndlistarhátíð sem spratt upp úr fjölbreyttri og kvikri listasenu Reykjavíkurborgar og er haldin annað hvert ár. Boðið verður upp á úrval verka eftir listamenn og tónlistarmenn, sem margir hverjir taka þátt í samstarfi á milli miðla. Miðja Sequences VIII verður í Marshallhúsinu, heimkynnum Kling & Bang og Nýlistasafnsins. Hátíðin mun einnig fara fram í öðrum listamannareknum rýmum og listastofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar við aðaldagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt utandagskrá víðsvegar um borgina. Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York. Elastic Hours – Teygjanlegir tímar Þó Sequences kenni sig við „rauntíma“ í skilningi tímatengdra miðla, þá er áhersla Sequences VIII: Elastic Hours á hvernig listamenn upplifa tímann í sköpunarferlinu og hvernig þeir nota tímann sem efnivið í verkum sínum, hvernig þeir beygja tímann og sveigja, snúa honum á rönguna. Verkin á hátíðinni munu þannig fara handan staðlaðra mælikvarða og tækja til að mæla tímann og rannsaka annars konar tímaupplifun og mælingar í leit að öðrum leiðum til að mæla og upplifa tíma. Við erum minnt á að daglegur taktur okkar stjórnast ekki einungis af hefðum og staðsetningu heldur einnig af náttúruöflum sem lúta engri stjórn. Á Íslandi er framrás tímans sérstaklega áþreifanleg, bæði vegna árstíðabundins birtustigs og óheflaðs veðurfars. Með óhefðbundnum útreikningi tímans munu listamennirnir fá okkur til að vera meðvitaðri og gagnrýnni á samband okkar við hluti, samfélagið og alheiminn í kringum okkur. Menning Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík dagana 6.–15. október 2017. Hátíðin í ár kynnir með stolti verk eftir tuttugu og einn innlenda og erlenda listamenn. Þetta er í áttunda sinn sem Sequences er haldin og að þessu sinni hefur frumkvöðullinn Joan Jonas verið valin sem heiðurslistamaður hátíðarinnar. Á dagskránni verður einkasýning á verkum hennar í Nýlistasafninu og fremur hún nýjan gjörning í Tjarnarbíói í samvinnu við íslenskt tónskáld, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Markmið Sequences er að sýna framsækna myndlist með áherslu á tímatengda miðla; gjörninga, hljóðverk og vídeólist. Sequences er listamannarekin og sjálfstæð myndlistarhátíð sem spratt upp úr fjölbreyttri og kvikri listasenu Reykjavíkurborgar og er haldin annað hvert ár. Boðið verður upp á úrval verka eftir listamenn og tónlistarmenn, sem margir hverjir taka þátt í samstarfi á milli miðla. Miðja Sequences VIII verður í Marshallhúsinu, heimkynnum Kling & Bang og Nýlistasafnsins. Hátíðin mun einnig fara fram í öðrum listamannareknum rýmum og listastofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar við aðaldagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt utandagskrá víðsvegar um borgina. Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York. Elastic Hours – Teygjanlegir tímar Þó Sequences kenni sig við „rauntíma“ í skilningi tímatengdra miðla, þá er áhersla Sequences VIII: Elastic Hours á hvernig listamenn upplifa tímann í sköpunarferlinu og hvernig þeir nota tímann sem efnivið í verkum sínum, hvernig þeir beygja tímann og sveigja, snúa honum á rönguna. Verkin á hátíðinni munu þannig fara handan staðlaðra mælikvarða og tækja til að mæla tímann og rannsaka annars konar tímaupplifun og mælingar í leit að öðrum leiðum til að mæla og upplifa tíma. Við erum minnt á að daglegur taktur okkar stjórnast ekki einungis af hefðum og staðsetningu heldur einnig af náttúruöflum sem lúta engri stjórn. Á Íslandi er framrás tímans sérstaklega áþreifanleg, bæði vegna árstíðabundins birtustigs og óheflaðs veðurfars. Með óhefðbundnum útreikningi tímans munu listamennirnir fá okkur til að vera meðvitaðri og gagnrýnni á samband okkar við hluti, samfélagið og alheiminn í kringum okkur.
Menning Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira