Enn fjölgar komum til sjálfstætt starfandi lækna Sveinn Arnarsson skrifar 6. október 2017 06:00 Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu þeirra lækna sem þar starfa. Vísir/Ernir Sjúklingar komu rúmlega fimm hundruð þúsund sinnum til sérgreinalækna á samningi við Sjúkratryggingar Íslands á síðasta ári og hefur komum til sérgreinalækna fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Birgir Jakobsson landlæknir segir þetta ekki vera til marks um heilbrigði íslenska kerfisins heldur þvert á móti. Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna vegna komu sjúklinga hafa frá árinu 2014 aukist um einn og hálfan milljarð. Rúmlega tólf milljörðum var varið úr ríkissjóði til sérgreinalækna.Birgir Jakobsson, landlæknir„Við erum ekki að fylgja íslenskum heilbrigðislögum þegar við segjum að heilsugæsla eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Líkast til er ástæða þess að aðgengi að heilsugæslu hefur verið slæmt en það hefur lagast allavega á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu,“ segir Birgir. Á sama tíma og aukið fjármagn rennur til sérgreinalækna bendir Birgir á að aðhaldskröfur eru hertar hjá Landspítala. „Þessi aukning til sérfræðilækna er mjög óæskileg. Bendir það til þess að við höfum verið að forgangsraða þessari grein heilbrigðismála á kostnað opinberrar þjónustu, það er bara þannig. Skýrsla Ríkisendurskoðunar bendir einmitt á það líka að fjármagn hefur stóraukist í þennan málaflokk á kostnað opinberu þjónustunnar.“ Að mati Birgis er verið að byggja upp heilbrigðisþjónustu sem er ekki skilvirk fyrir þá þjónustu sem sjúklingar þurfa á að halda og er óheppileg. Sérgreinalæknar ættu ekki að vinna í hlutastarfi í opinberu þjónustunni og vinna á sama tíma sjálfstætt á eigin stofu. „Ég vil meina að sérfræðingar ættu í auknum mæli að veita þjónustuna á göngudeildum sjúkrahúsa þar sem teymisvinna fleiri sérfræðinga á sér stað. Þeir eru betur í stakk búnir til að mæta þeim kröfum sem sjúklingar vilja í teymisvinnu með öðrum. Einn sérfræðingur er vanmáttugur þegar þarf að ræða flókin vandamál.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Sjúklingar komu rúmlega fimm hundruð þúsund sinnum til sérgreinalækna á samningi við Sjúkratryggingar Íslands á síðasta ári og hefur komum til sérgreinalækna fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Birgir Jakobsson landlæknir segir þetta ekki vera til marks um heilbrigði íslenska kerfisins heldur þvert á móti. Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna vegna komu sjúklinga hafa frá árinu 2014 aukist um einn og hálfan milljarð. Rúmlega tólf milljörðum var varið úr ríkissjóði til sérgreinalækna.Birgir Jakobsson, landlæknir„Við erum ekki að fylgja íslenskum heilbrigðislögum þegar við segjum að heilsugæsla eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Líkast til er ástæða þess að aðgengi að heilsugæslu hefur verið slæmt en það hefur lagast allavega á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu,“ segir Birgir. Á sama tíma og aukið fjármagn rennur til sérgreinalækna bendir Birgir á að aðhaldskröfur eru hertar hjá Landspítala. „Þessi aukning til sérfræðilækna er mjög óæskileg. Bendir það til þess að við höfum verið að forgangsraða þessari grein heilbrigðismála á kostnað opinberrar þjónustu, það er bara þannig. Skýrsla Ríkisendurskoðunar bendir einmitt á það líka að fjármagn hefur stóraukist í þennan málaflokk á kostnað opinberu þjónustunnar.“ Að mati Birgis er verið að byggja upp heilbrigðisþjónustu sem er ekki skilvirk fyrir þá þjónustu sem sjúklingar þurfa á að halda og er óheppileg. Sérgreinalæknar ættu ekki að vinna í hlutastarfi í opinberu þjónustunni og vinna á sama tíma sjálfstætt á eigin stofu. „Ég vil meina að sérfræðingar ættu í auknum mæli að veita þjónustuna á göngudeildum sjúkrahúsa þar sem teymisvinna fleiri sérfræðinga á sér stað. Þeir eru betur í stakk búnir til að mæta þeim kröfum sem sjúklingar vilja í teymisvinnu með öðrum. Einn sérfræðingur er vanmáttugur þegar þarf að ræða flókin vandamál.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira