Jói Berg: Strákarnir orðnir þreyttir á að gera grín að markaleysinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 22:06 „Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
„Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira