Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 21:59 Alfreð Finnbogason vísir/ernir „Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
„Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46