Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. september 2017 07:00 Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun