Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. september 2017 07:00 Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna: Það eru 188 mál á þingmálalista ríkisstjórnarinnar , sem væntanlega munu nú lenda í biðstöðu eða detta upp fyrir. Starfsstjórn tekur við. Þó að kosið verði 28. október, veit enginn, hvenær ný starfhæf ríkisstjórn verður mynduð. Verkefni starfsstjórnar er rétt, að halda málum gangandi. Nánast láta reka á reiðanum. Í raun er því verið að spilla heilu ári í jákvæðri viðleitni og uppbyggilegu starfi ríkisstjórnar og alþingismanna. Má reikna það til gífurlegra fjármuna, tuga milljarða króna, eða meira, sem þá tapast. Svipaðar fjárhæðir gufuðu upp á eignamörkuðum sl. föstudag. Töluðu sérfræðingar um, að langt væri síðan að annar eins titringur hefði farið um skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn. „Þetta var eins og blóðbað,“ varð verðbréfamiðlara að orði. Kann þetta þó bara að vera byrjunin. Þessi stjórnarslit kunna líka að veikja krónuna, umfram þá nauðsynlegu leiðréttingu, sem komin var af stað, sem aftur kynni að setja af stað nýja verðbólguskriðu – hærra verðlag og svo hærri vexti – gamlan og velþekktan vítahring krónunnar, en hluti af núverandi festu krónunnar felst í aðhaldssamri fjármálastefnu ásamt hófsamlegri útgáfu ríkisskuldabréfa og – að mestu – jákvæðri stefnu þessarar ríkisstjórnar gagnvart mörkuðum og atvinnulífi. Stjórnarslit Bjartrar framtíðar eru því stórmál og kunna að leiða til alvarlegs bakslags í efnahagsmálum landsmanna. Tilefni Bjartrar framtíðar til stjórnarslitanna var, að forsætisráðherra og/eða dómsmálaráðherra hefðu leynt því, að faðir forsætisráðherra hafði skrifað meðmælabréf fyrir brotamann, sem þó hafði afplánað refsingu sína, til að gera þessum manni kleift, að öðlast „uppreist æru“ og komast aftur inn í íslenskt samfélag. Lítum fyrst á þessa hlið málsins. Það má lengi deila um, hvað sé hæfileg refsing við hinum ýmsu brotum, og virðast refsingar hér vægar, miðað við það sem gerist annars staðar, en refsilöggjöfin byggir á mati Alþingis, sem leitast við að finna „rétta refsingu“ fyrir brotamenn, þeim sjálfum til vítis og varnaðar og öðrum til viðvörunar. Í þessu tiltekna máli var brotið barnaníð, með verstu brotum, og sársauki fórnarlambs og aðstandenda gífurlegur, en, að íslenskum lögum, var refsing líka þung. Skv. grundvallarskilgreiningu laga og siðfræði er brotamaður búinn að gjalda fyrir brot sitt með afplánun dóms. Gerir löggjafinn ráð fyrir, að sá, sem hefur tekið út refsingu sína og hagað lífi sínu rétt og vel eftir það, geti fengið uppreist æru til að komast aftur inn í samfélagið og hefja nýtt líf. Mitt mat er því, að faðir forsætisráðherra hafi ekki gert mistök með meðmælabréfi sínu, hafi hann þekkt brotamann að góðu einu í öðrum efnum, heldur hafi hann sýnt mannlegan skilning og mannúð með umsögn sinni. Annað mál er auðvitað, að forsætisráðherra ber enga ábyrgð á gjörðum föður síns, og þarf hann hvorki að standa Guði né mönnum reikningsskil á þeim. Varðandi yfirhylmingu eða meint trúnaðarbrot, sem virðist vera aðalástæða stjórnarslitanna, verður ekki séð, að slíku sé fyrir að fara. Auk ofangreinds, eru þessi dóms- og refsimál einka- og trúnaðarmál. Ber stjórnvöldum að fara með þau skv. því. Ekki verður heldur séð, að forsætisráðherra beri sérstaklega að tíunda gjörðir ættmenna sinna gagnvart samráðherrum, frekar en að þeir upplýsi um sín fjölskyldumál innan ríkisstjórnar. Formaður Bjartrar framtíðar virðist vænn maður, velviljaður og yfirvegaður. Verður gönuhlaup hans og meðreiðarsveina og -meyja hans í þessu stjórnarslitamáli því ekki skýrt nema með augnabliks hugaræsingi og skammhlaupi í dómgreind. Það virðist sem sagt vera, að engin þúfa geti líka velt stóru hlassi. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun