Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair vilja ríkulegri launahækkanir en örfá prósent. Stefnir því í hart á milli deiluaðila í samningaviðræðum í vetur. VÍSIR/VILHELM Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira