Áfram mun rigna á Austurland Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 06:09 Ingi Ragnarsson hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga. Veður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.
Veður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira