Sviptingar á framboðslistum flokks í lífróðri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, rær nú lífróður með Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Samfylkingin berst nú fyrir lífi sínu en ljóst er að róður flokksins þyngist verulega nái hann ekki vopnum sínum í komandi kosningum. „Við misstum alltof margt Samfylkingarfólk til annarra flokka í síðustu kosningum. Ég vil að þau komi aftur heim og við munum breyta því sem þarf til þess að svo verði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Útlit er fyrir að framboðslistar Samfylkingarinnar taki algerum stakkaskiptum frá síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur afgerandi stuðning til forystu í Reykjavík samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er talið öruggt að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, muni leiða lista við hlið Helgu Völu í Reykjavík.Kristinn H Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Framboðslistar fyrir Reykjavík munu liggja fyrir að loknu kjördæmisþingi á morgun. Í Kraganum er ekkert augljóst oddvitaefni en Árni Páll Árnason og Margrét Gauja Magnúsdóttir gefa ekki kost á sér. Nafn Margrétar Tryggvadóttur er oft nefnt en hún skipaði 5. sæti á listanum fyrir síðustu kosningar og var færð niður um tvö sæti vegna formreglna prófkjörsins. Uppstillingarnefnd raðar á lista í kjördæminu og verða listar kynntir og samþykktir á kjördæmisþingi 3. október í næstu viku. Athygli vakti í vikunni að Katrín Júlíusdóttir sagði sig úr uppstillingarnefndinni í kjölfar gagnrýni á setu hennar þar vegna starfs hennar sem framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þá gæti tíðinda verið að vænta úr Norðvesturkjördæmi en kosið verður í efstu fjögur sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð til að uppstillingarnefnd raðaði svo til óbreyttum lista en vegna mótmæla á flokksráðsfundi í síðustu viku var fallið frá því og ákveðið að kjördæmisþing kysi í forystusæti listans. Auk Guðjóns Brjánssonar, þingmanns kjördæmisins, hefur Sigurður Orri Kristjánsson lýst yfir framboði. Fleiri eru nefndir fyrir vestan. „Ég er genginn í flokkinn og hef sagt að ég sé reiðubúinn að starfa í honum og gefa kost á mér til trúnaðarstarfa,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann vildi þó ekki tjá sig um framboð á kjördæmisþinginu, en tekið verður við framboðum á fundinum sjálfum áður en kosning í efstu sætin fer fram. Sigursteinn Másson gefur kost á sér í 2. sætið í Norðvesturkjördæmi. Vísir/GVAÞrír um 2. sæti á lista VG í KraganumKosið verður um efstu sætin á lista VG í Kraganum en stillt verður upp á lista flokksins í öðrum kjördæmum. Ástæðan er mótframboð Sigursteins Mássonar og Ingvars Arnarssonar gegn Ólafi Þór Gunnarsssyni í 2. sætið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur hins vegar sterka stöðu í 1. sæti. Flokkurinn kýs varaformann 7. október. Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, og Edward H. Huijbens, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, hafa gefið kost á sér í embættið. Báðir eru þeir í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru fyrir á fleti og því óljóst hvort nýr varaformaður leiði lista fyrir flokkinn.Páll Valur BjörnssonMargir vilja Pál ValMargir flokkar bera nú víurnar í Pál Val Björnsson, fyrrverandi þingmann, sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir nokkru. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Píratar, VG og Samfylkingin rennt hýru auga til hans. Páll valur segist vel geta hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á Alþingi og segir mikið hafa verið skorað á hann. Bæði fólk sem starfar með börnum og stjórnmálamenn. „Ég er félagshyggju- og jafnaðarmaður í hjarta mínu og myndi hugsa málið alvarlega ef óskað yrði eftir mér í framlínuna aftur.“ Lilja Alfreðsdóttir.Framsókn fyllir skörðinFramsóknarmenn eru í óðaönn að fylla skörð þingmanna sem horfið hafa á braut, ýmist sest í helgan stein eða flogið á vit annarra framboða. „Ég get ekki nefnt nein nöfn að svo stöddu,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, miðlægur kosningastjóri flokksins, en lætur í það skína að stórra tíðinda megi vænta af frambjóðendum í Reykjavík á næstu dögum. Lilja Alfreðsdóttir er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður en oddvitasætið norðanmegin er laust. „Ég er fullviss um að ný nöfn hér í Reykjavík eiga eftir að koma mörgum á óvart þegar þau verða kynnt á næstu dögum,“ segir Ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Sjá meira
Samfylkingin berst nú fyrir lífi sínu en ljóst er að róður flokksins þyngist verulega nái hann ekki vopnum sínum í komandi kosningum. „Við misstum alltof margt Samfylkingarfólk til annarra flokka í síðustu kosningum. Ég vil að þau komi aftur heim og við munum breyta því sem þarf til þess að svo verði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Útlit er fyrir að framboðslistar Samfylkingarinnar taki algerum stakkaskiptum frá síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur afgerandi stuðning til forystu í Reykjavík samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er talið öruggt að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, muni leiða lista við hlið Helgu Völu í Reykjavík.Kristinn H Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Framboðslistar fyrir Reykjavík munu liggja fyrir að loknu kjördæmisþingi á morgun. Í Kraganum er ekkert augljóst oddvitaefni en Árni Páll Árnason og Margrét Gauja Magnúsdóttir gefa ekki kost á sér. Nafn Margrétar Tryggvadóttur er oft nefnt en hún skipaði 5. sæti á listanum fyrir síðustu kosningar og var færð niður um tvö sæti vegna formreglna prófkjörsins. Uppstillingarnefnd raðar á lista í kjördæminu og verða listar kynntir og samþykktir á kjördæmisþingi 3. október í næstu viku. Athygli vakti í vikunni að Katrín Júlíusdóttir sagði sig úr uppstillingarnefndinni í kjölfar gagnrýni á setu hennar þar vegna starfs hennar sem framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þá gæti tíðinda verið að vænta úr Norðvesturkjördæmi en kosið verður í efstu fjögur sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð til að uppstillingarnefnd raðaði svo til óbreyttum lista en vegna mótmæla á flokksráðsfundi í síðustu viku var fallið frá því og ákveðið að kjördæmisþing kysi í forystusæti listans. Auk Guðjóns Brjánssonar, þingmanns kjördæmisins, hefur Sigurður Orri Kristjánsson lýst yfir framboði. Fleiri eru nefndir fyrir vestan. „Ég er genginn í flokkinn og hef sagt að ég sé reiðubúinn að starfa í honum og gefa kost á mér til trúnaðarstarfa,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann vildi þó ekki tjá sig um framboð á kjördæmisþinginu, en tekið verður við framboðum á fundinum sjálfum áður en kosning í efstu sætin fer fram. Sigursteinn Másson gefur kost á sér í 2. sætið í Norðvesturkjördæmi. Vísir/GVAÞrír um 2. sæti á lista VG í KraganumKosið verður um efstu sætin á lista VG í Kraganum en stillt verður upp á lista flokksins í öðrum kjördæmum. Ástæðan er mótframboð Sigursteins Mássonar og Ingvars Arnarssonar gegn Ólafi Þór Gunnarsssyni í 2. sætið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur hins vegar sterka stöðu í 1. sæti. Flokkurinn kýs varaformann 7. október. Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, og Edward H. Huijbens, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, hafa gefið kost á sér í embættið. Báðir eru þeir í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru fyrir á fleti og því óljóst hvort nýr varaformaður leiði lista fyrir flokkinn.Páll Valur BjörnssonMargir vilja Pál ValMargir flokkar bera nú víurnar í Pál Val Björnsson, fyrrverandi þingmann, sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir nokkru. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Píratar, VG og Samfylkingin rennt hýru auga til hans. Páll valur segist vel geta hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á Alþingi og segir mikið hafa verið skorað á hann. Bæði fólk sem starfar með börnum og stjórnmálamenn. „Ég er félagshyggju- og jafnaðarmaður í hjarta mínu og myndi hugsa málið alvarlega ef óskað yrði eftir mér í framlínuna aftur.“ Lilja Alfreðsdóttir.Framsókn fyllir skörðinFramsóknarmenn eru í óðaönn að fylla skörð þingmanna sem horfið hafa á braut, ýmist sest í helgan stein eða flogið á vit annarra framboða. „Ég get ekki nefnt nein nöfn að svo stöddu,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, miðlægur kosningastjóri flokksins, en lætur í það skína að stórra tíðinda megi vænta af frambjóðendum í Reykjavík á næstu dögum. Lilja Alfreðsdóttir er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður en oddvitasætið norðanmegin er laust. „Ég er fullviss um að ný nöfn hér í Reykjavík eiga eftir að koma mörgum á óvart þegar þau verða kynnt á næstu dögum,“ segir Ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Sjá meira