Kúrdar beittir þrýstingi Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 13:16 Búið er að loka fyrir flug til og frá flugvallarins í Erbil. Vísir/AFP Ríkisstjórn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðurhluta Írak hafa neitað að gefa Írökum stjórn yfir landamærastöðvum sjálfstjórnarsvæðisins. Yfirvöld í Baghdad höfðu farið fram á það með stuðningi Írana og Tyrkja og var það gert vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Kúrdistan á mánudaginn, samkvæmt frétt Reuters. Niðurstöður þeirra óbindandi kosningu voru að um 92 prósent íbúa vilja stofna eigið ríki. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands. Írakar hafa farið fram á að niðurstaðan verði felld úr gildi. Til að beita Kúrda þrýstingi hafa þeir bannað utanlandaflug á flugvellinum í Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins, og krefjast þess að fá einnig að taka yfir stjórn flugvallarins. Íranar hafa bannað allan flutning hráolíu til og frá Kúrdistan Sömuleiðis hafa yfirvöld í Baghdad jafnvel hótað hernaðaraðgerðum gegn Kúrdum. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar komu í veg fyrir að ISIS-liðar eignuðust. Nú vilja Kúrdar hins vegar eiga þær olíulindir og stjórnendur Írak eru ekki sáttir. Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Ríkisstjórn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðurhluta Írak hafa neitað að gefa Írökum stjórn yfir landamærastöðvum sjálfstjórnarsvæðisins. Yfirvöld í Baghdad höfðu farið fram á það með stuðningi Írana og Tyrkja og var það gert vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Kúrdistan á mánudaginn, samkvæmt frétt Reuters. Niðurstöður þeirra óbindandi kosningu voru að um 92 prósent íbúa vilja stofna eigið ríki. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands. Írakar hafa farið fram á að niðurstaðan verði felld úr gildi. Til að beita Kúrda þrýstingi hafa þeir bannað utanlandaflug á flugvellinum í Erbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins, og krefjast þess að fá einnig að taka yfir stjórn flugvallarins. Íranar hafa bannað allan flutning hráolíu til og frá Kúrdistan Sömuleiðis hafa yfirvöld í Baghdad jafnvel hótað hernaðaraðgerðum gegn Kúrdum. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar komu í veg fyrir að ISIS-liðar eignuðust. Nú vilja Kúrdar hins vegar eiga þær olíulindir og stjórnendur Írak eru ekki sáttir. Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00
Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00