Haraldur pirraður: Fyrst boðaður í viðtal núna Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. september 2017 19:42 Haraldur var ekki sáttur í leikslok. vísir/ernir Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert að skafa af hlutunum í leikslok er blaðamaður Vísis boðaði hann í viðtal. „Ég ætla bara að byrja á að þakka þér fyrir að boða mig í viðtal. Það er gaman að komast í viðtal hjá bara einhverjum fjölmiðli í fyrsta sinn í sumar. Veit ekki hvað ég er búinn að spila marga leiki í sumar, fá á mig lítið að mörkum og fyrst núna er ég kallaður í viðtal,“ sagði Haraldur sem var ósáttur við að vera fyrst kallaður núna í viðtal og þá ekki vegna frammistöðu sinnar heldur vegna seinna mark Víkings þar sem hann vildi meina að brotið hefði verið á sér. Arnþór Ingi átti þá fyrirgjöf sem Haraldur náði að handsama en þá rakst hann og leikmaður Víkings saman sem olli því að Haraldur missti boltann inn. Hann kvaðst vitaskuld vera mjög ósáttur. „Já ég er töluvert ósáttur. Gunni [Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins] segir við mig eftir leikinn að maðurinn snerti aldrei boltann heldur fer einungis upp í hendurnar á mér. Ef ég er að bakka og sé ekki hvað er fyrir aftan mig og svo skyndilega fer maður í hliðinna á mér og olnbogan minn og hvað á ég að gera?“ Oft er sagt að markmenn séu of verndaðir og því margir sem fagna því þegar dómari lætur leikinn halda áfram í stað þess að dæma aukaspyrnu í svipuðum atvikum en er Haraldur sammála af því? „Já og nei. Við erum að spila íþrótt sem er allt öðruvísi en hinir. Það gilda aðrar reglur og við erum í öðruvísi búning ef þú varst ekki búinn að taka eftir því. Við erum líka með hanska. Auðvitað þarf að verja menn sem eru að spila allt aðra íþrótt en hinir.“ Hann bætti við að lokum að hann væri ekki kvartandi ef að um leikmann væri að ræða sem væri að berjast um boltann á sömu forsendum og hann. „Ef að það væri einhver annar að fara upp í sama bolta með hanska eins og ég, gott og vel.“ En var flautumarki Stjörnunnar einhver sárabót? „Auðvitað ekki. Þetta gerir ekki neitt fyrir okkur og mótið,“ sagði Haraldur augljóslega hundfúll. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert að skafa af hlutunum í leikslok er blaðamaður Vísis boðaði hann í viðtal. „Ég ætla bara að byrja á að þakka þér fyrir að boða mig í viðtal. Það er gaman að komast í viðtal hjá bara einhverjum fjölmiðli í fyrsta sinn í sumar. Veit ekki hvað ég er búinn að spila marga leiki í sumar, fá á mig lítið að mörkum og fyrst núna er ég kallaður í viðtal,“ sagði Haraldur sem var ósáttur við að vera fyrst kallaður núna í viðtal og þá ekki vegna frammistöðu sinnar heldur vegna seinna mark Víkings þar sem hann vildi meina að brotið hefði verið á sér. Arnþór Ingi átti þá fyrirgjöf sem Haraldur náði að handsama en þá rakst hann og leikmaður Víkings saman sem olli því að Haraldur missti boltann inn. Hann kvaðst vitaskuld vera mjög ósáttur. „Já ég er töluvert ósáttur. Gunni [Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins] segir við mig eftir leikinn að maðurinn snerti aldrei boltann heldur fer einungis upp í hendurnar á mér. Ef ég er að bakka og sé ekki hvað er fyrir aftan mig og svo skyndilega fer maður í hliðinna á mér og olnbogan minn og hvað á ég að gera?“ Oft er sagt að markmenn séu of verndaðir og því margir sem fagna því þegar dómari lætur leikinn halda áfram í stað þess að dæma aukaspyrnu í svipuðum atvikum en er Haraldur sammála af því? „Já og nei. Við erum að spila íþrótt sem er allt öðruvísi en hinir. Það gilda aðrar reglur og við erum í öðruvísi búning ef þú varst ekki búinn að taka eftir því. Við erum líka með hanska. Auðvitað þarf að verja menn sem eru að spila allt aðra íþrótt en hinir.“ Hann bætti við að lokum að hann væri ekki kvartandi ef að um leikmann væri að ræða sem væri að berjast um boltann á sömu forsendum og hann. „Ef að það væri einhver annar að fara upp í sama bolta með hanska eins og ég, gott og vel.“ En var flautumarki Stjörnunnar einhver sárabót? „Auðvitað ekki. Þetta gerir ekki neitt fyrir okkur og mótið,“ sagði Haraldur augljóslega hundfúll.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15