iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Phil Schiller markaðsstjóri Apple kynnti iPhone X á viðburðinum í dag. Getty images Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag. Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag.
Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15
Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent